Ef skorti gull, silfur og kopar, yrðu þá fyrst brædd Frelsisstyttan, Kreml og Versalir?

Setjum sé svo, að af einhverjum tæknilegum orsökum væri skortur á gulli, silfri og kopar í heiminum og þörf væri á alþjóðlegu heimsátaki til að bræða þessa málma. 

Myndu menn þá fyrst bræða helstu djásn þjóðanna þar sem mikið er af þessum málmum, svo sem Frelisstyttuna, Kreml, Versali, Tah Mahal, kirkjur, styttur og musteri um allan heim?

Ætli það yrði ekki líklegra að hnífapör og borðbúnaður almennings yrði fyrst fyrir valinu?

Nú er rekinn samfelldur, stundum daglegur áróður fyrir því að við Íslendingar eigum að leggja okkur fram um að ráðast á einstæð náttúrudjásn landsins til að seðja orkuhungrið, sem veldur loftslagsvandanum. 

Á sama tíma dettur öðrum þjóðum ekki slíkt í hug, heldur lýsa yfir því að náttúrudjásn eins og Yellowstone séu heilög og ósnertanleg vé, jafnvel þótt íslensku djásnin skori hærra að alþjóðlegu mati. 


mbl.is Vilja skýr markmið í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband