Allt umbreytist þegar hitinn fer yfir 40 stig.

Eins og svo margt annað er fyrirbrigðið hiti afstætt hugtak. Gamall vani getur þá valdið því að teknar séu kolrangar ákvarðanir til að bregðast við hitanum og að gefa verði út ýmsar leiðbeiningar í því efni eins og nú er gert í 50,7 stiga hita í Onslow í Ástralíu. 

Á leið til Íslendingamóts í Los Angeles í júní 1968 var það tilboð bandarískra flugfélaga nýtt að ef Bandaríkjaferði yrði skipulögð þannig, að höfð væri viðdvöl á minnst fimm áfangastöðum vestra og dvölin innan Bandaríkjanna væri minnst hálfur mánuður, fengist helmings afsláttur á miðaverði.  

Þess vegna var hafa hafa viðdvöl eða millilenda í Washington, Dallas, El Paso, Las Vegas, Los Angeles, San Fransisco og Salt Lake City. 

Þegar lent var á flugvellinum í Las Vegas kom í ljós að mikil hitabylgja gekk yfir og var uppgefinn hiti 44 stig. 

Eftir lendingu var leiðin greið í gegnum flugstöðina og sömuleiðis út í leigubíl, sem ekki var með loftkælingu. 

En þegar ekið hafði verið af stað fór heitt lofeið inn í bílnum að bíta, og það kallaði fram þessi orðaskipti: 

"Í guðanna bænum, opnaðu gluggann og hleyptu fersku lofti hinn svo við stiknum ekki í þessum voðalega htia."

Það var snarlega gert, en þá kvað við enn hærra óp skelfingar og undrunar: 

"Nei, nei, nei, nei! Ekki þetta! Lokaðu gluggunum strax, annars steikir þessi hitagusa okkur í hel!!"

Íslensku ferðamennirnir tveir, sem voru með 37 stiga hita í æðum og settust inn í bíl, sem ekki var með loftkælingu, áttuðu sig ekki á því að loftgusan að utan, sem ætlunin var að kældi okkur, var 44 stiga heit!

Venjan heima átti því ekki við hér. 

 


mbl.is Hitamet jafnað í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband