Setning kvöldsins: "Varla nokkur Portúgali, sem Gísli Þorgeir lék ekki grátt"?

Margar eftirminnilegar setnningar voru sagðar í kvöld um leikinn sæla við Portúgali. Ein sú besta kom frá Loga Geirssyni ef rétt er munað, þegar honum varð að orði að varla væri nokkur leikmaður í portúgalska landsliðinu, sem Gísli Þorgeir Kristjánsson hefði ekki farið illa með eða leikið grátt."

Eitt magnaðasta skiptið þar sem slikt gerðist, var þegar Gísli Þorgeir prjónaði sig á slíkum geimhraða í gegnum portúgölsku vörnina að hann fór fram úr þeim hraða, sem dómararnir og leikmennirnir réðu við að átta sig á, svo að enginn vissi sitt rjúkandi ráð. 

Í gamla daga náði Haukamaðurinn Stefán blómaskeiði, sem varð til þess að hann hlaut viðurnefnið "Tætarinn", og þá var einnig um tíma Jóhann Ingi Gunnarsson leikmaður hjá Val á árum "mulningsvélarinnar", sem bjó yfir fágætum hraða og lipurð og fékk viðurnefni, ef ég man rétt, þótt ég sé búinn að gleyma því.  

Kannski var þetta "býflugan". 

Þótt Gísli Þorgeir sé alinn upp í FH en ekki Haukum, mætti alveg hugsa sér að smella á hann titlinum "Tætarinn." Að minnsta kosti yrði titillinn þó áfram límdur við Hafnarfjörð. 


mbl.is Sigvaldi valinn maður leiksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi voru stórkostlegir,hinir leikmenn Íslenska liðsins voru frábærir.Þessir ungu drengir eru alltaf að bæta sig enda spilandi með bestu félagsliðum í Evrópu ....lofar góðu um framhaldið cool

Ragna Birgisdóttir, 15.1.2022 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband