Áhættan enn innan marka?

Áhættan, sem tekin er í hvaða íþróttakeppni sem er, getur orðið hvimleið fyrir marga, en aldrei verður samt alveg komist hjá henni.  

Mjög margir voru því andvígir þegar Japanir keyrðu síðustu Ólympíuleika í gegn í óhemju mikilli áhættu varðandi það að kórónuveikifaraldurinn gæti eyðilegt leikana. 

Mikil heppni var hins vegar yfir leikunum og kom mest á óvart hve góðum íþróttaarangri var náð, því að faraldurinn hafði meira og minna sett æfingaprógrömm flestra úr skorðum. 

Nú er bæði umdeilt hvort áhættan sé enn innan marka eða hvort blása eigi EM í handbolta af. 

Ef litið er á leik Dana og Íslendinga útaf fyrir sig reyndist eindæma glæsileg frammistaða danska markvarðarins í síðari hálfleik ein hafa verið með þeim hætti að það hefði hvort eð er nægt danska liðinu til sigurs. 

Til dæmis er ekki að sjá að veiran hafi breytt neinu varðandi þá viðureign markvarðarins og Sigvalda Guðjónssonar sem lýst er í pistli á undan þessum.  

En nú hangir samt á bláþræði, hvort veikin fari ekki valda afgerandi slæmum og misjöfnum afleiðingum fyrir keppnina.   

Það hefði verið einföld leið á pappirnum að fresta keppni eftir fyrri riðlakeppnina, en slík aðgerð hefði þó dregið stóran dilk á eftir sér, sem alls ekki var búið að skoða nógu vel. 


mbl.is Ekkert bendir til að EM verði blásið af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband