Hraunað yfir hugtakið "lykilmenn." Allir Íslendingarnir á EM eru lykilmenn.

Í flestum fréttum af komandi leik Íslendinga við Ólympíumeistana í handbolta í dag var talað um að íslenska liðið "vantaði átta lykilmenn."

Í leiknum í dag var hreinlega hraunað yfir þetta hugtak, því að í lok leiks var hægt að fara að velta því fyrir sér, að þessir "varamenn" svokallaðir væru ekkert síður lykilmenn og hinir. 

Og þegar að því kæmi að þessir "átta lykilmenn" mættu fara að leika aftur væri vafamál hvort þeir kæmust lengur í liðið!   

Hvað um það, þá gæti það orðið lúxusvandamál að völina með einhverri kvöld, og stórmótin í flokkaíþróttum OL, HM og EM hafa sýnt, að það er ómetanlegt að eiga svo mikið mannval að hægt sé að luma á sem margbreytilegust viðbrögðum við mótherjunum í formi uppstillinga á liðinu og leikaðferðum þess. 

Allir leikmenn Íslendinga á EM eru lykilmenn. 


mbl.is „Þessi frammistaða fer í sögubækurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband