"Gul viðvörun". Samt er veðurlagið að jafnaði betra en margir halda.

Ein af mótbárunum við því að nota reiðhjól eða léttbifhjól í umferðinni er sú, að hinar "séríslensku aðstæður í veðurfari komi í veg fyrir það. Náttfari í Elliðaárdal

Viðvaranir ýta undir þessa trú, en ef litið er yfir allt árið, er þetta fjarri veruleikanum, nema kannski í janúar og febrúar. 

Þegar síðuhafi var unglingur héldu honum lítt bönd í því að nota reiðhjól í næstum hvaða veðri sem var.  

Öðru máli gegnir auðvitað um fólk, sem komið er af léttasta skeiði, en eftir sjö ára reynslu af notkun rafreiðhjóls, léttbifhjóls og rafknúins léttbifhjólsins sýnist það vera nokkuð öruggt viðmið að vera ekki á ferli í meiri vindi en sem nemur 20 m /sek í hviðum. 

Auðvelt er að klæða sig þannig, að verða ekki blautur né verða kalt. 

Köldustu ferðirnar hafa verið á léttbifhjólinu yfir Hellisheiði í allt að sjö stiga frosti og úr úrvali að velja vatsheldan fatnað.  

Sveigjanleika má fá með því að vera alltaf með nægan skjölfatnað til vara í farangurskössum eða hjólatöskum.   

Góður, lokaður hjálmur þolir nánast hvaða veður sem er, og með því að setja íslenska ullarvetninga yfir góða hanska er höndunum borgið.  

Í fyrra bar svo við að það var alveg einstaklega gott veður mánuðum saman allt frá apríl fram á haust. 

Og í dag var einn af þessum mörgu góðu dögum, sem koma allan veturinn til þess að skapa hressingu og ánægju á rafreiðhjólinu Náttfara. 


mbl.is Enn ein veðurviðvörunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband