Sú var tíð að næstum var hlegið þegar fréttist af spönsku handboltalandsliði.

Á upphafsárum handboltans hér á landi var margt öðru vísi en siðar varð og spilið var mun hægara. Norðurlandaþjóðirnar Svíar og Danir voru brautryðjendur á alþjóðavísu, en Þýskaland og Ungverjaland að koma sterkt inn.  

Það var stór frétt þegar Íslendingar unnu silfurlið Svía á einu stórmótinu fyrir um 60 árum og og náðu best 6. sæti á þeim árum. 

Á þessum þróunar- og útbreiðsluárum handboltans voru rómönsku þjóðirnar ekki farnar að láta til sín taka, og það var næstum hlegið að því þegar fréttist af því að Spánverjar gætu teflt fram landsliði.

En norrænu þjóðirnar komu heldur betur niður á jörðina þegar þeir fóru að vinna sigra, og þegar Egyptar dirfðust að blanda sér í leikinn.  

Útbreiðsluþróun hefur verið í gangi alla tíð síðan með tilkomu nýrra og nýrra öflugra landsliða, eins og heyra má á máli Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara.    

 


mbl.is Guðmundur lifir í núinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband