Kristján níundi var konungur Íslands.

Það ætti ekki að þurfa að nefna ofangreinda staðreynd, en er það samt, þegar rætt er um samband konunganna, sem réðu yfir Íslandi frá 1262, við þegna sína á Íslandi og það spyrt við ömurlegar og óverðskuldaðar bölbænir sumra Íslendinga á hendur landsliðsmönnum Dana.

Í þessari umræðu er algengt hjá okkur Íslendingum líta framhjá þeirri höfuröksemd Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttu okkar, að upphaf valda konunga á Íslandi var samningur við Noregskonung 1262.  

Sá samningur og allt konungssambandið síðar, þar með talið einveldið 1602, hefði falist í persónulegu sambandi konunganna við Íslendinga. 

Af þessum sökum ættu Danir enga kröfu á að Íslendingar ættu þingmenn í danska þinginu eða á þingi Eydana. 

Alþingishúsið í Reykjavík er formlega reist á ábyrgð Kristjáns níunda konungs Íslands, og það, að hann gegndi líka embætti Danakonungs og var ábyrgðarmaður fyrir byggingum Dana, var og verður aðskilið mál. 

Að fjarlægja merki Íslandskonungs af Alþíngishúsinu er ekki aðeins út í hött, heldur bæri slíkt vott um virðingarleysi fyrir merkum sögulegum minjum.  

 


mbl.is Dönskum leikmönnum sagt að deyja eftir leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Píratar eru pópulíkur flokkur
og það að þeir vilji setja handbolta í staðinn fyrir merki konungs lýsir best vileysisgangnum í þeim

Grímur Kjartansson, 27.1.2022 kl. 15:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Handbolti í merki Íslandskonungs yrði háðuleg staðfesting á því, að tilefnið af skiptunum hafi verið að líð óskylds lands í keppni erlendis hefði ekki getað hefnt þess að hafa tapað ólympíutitlinum í keppni þar á undan!   

Þá er nú skárra að setja íslenska skjaldarmerkið þarna.  

Ómar Ragnarsson, 27.1.2022 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband