Íslendingar á heimavelli heimskauta á milli.

Umsvif Arctic Trucks eru engin tilviljun. Þetta er hrein tæknigrein í framleiðslu, byggð á ítrustu reynslu og útreikningum, og vettvangurinn fyrir notkun og sölu er heimavöllur fyrir Íslendinga á heimskautasvæðunum. Suzuki Grand Vitara ´98 35tommu.LM 333

Þróunin hefur verið undrum líkust allar götur frá því brautryðjendurnir hófu vegferð sína fyrir tæpum 70 árum. 

Fyrsta stóra skrefið voru 35 tommu radialdekk, sem gerðu svonefnda þriggja jökla ferð mögulega, og var einn hinna þriggja jeppa reyndar á 33ja tommu dekkjum. 

Dísil Grand Vitara á 35 tommu dekkjum með Kerlinafjöll í baksýn er dæmi um ótal jeppa á slíkum dekkjum. 

Í kjölfarið komu 38 tommu radialdekk, sem voru með um 50 prósent meiri flotgetu en 35 tommu dekkin samkvæmt flotformúlu síðuhafa, og galopnuðu mögleikana á jöklaferðum.Range Rover 73 Kötlujeppinn v Upptyppinga

Mýgrútur af jöklajeppum er á 38 tommu dekkjum; þessi er Range Rover 73 með Nissan Laurel dísivél, kallaður "Kötujeppinn."

Jöklafærir jeppar geta verið af öllum stærðum ef flotformúlan er notuð vel; hér er Suzuki Fox í ferð með Jöklarannsóknarfélaginu um Vatnajökul, önnur myndin tekin á jökulsporðinum, en hin í Grímsvötnum. 

Í ferð Bílabúðar Benna á Hvannadalshnjúk 1991 voru stærstu dekkin orðin 44 tommur. DSC01478

Þau voru samkvæmt flotformúlunni með 170 prósent meiri flotgetu en 35 tommu dekkin, og enda þótt þessi 44 tommu dekk væru skábandadekk (diagonal) og lögðust ekki alveg eins vel á snjóinn, urðu þessi dekk að helstu dekkjunum alveg fram á þessa öld. 

Jepparnir, sem fóru fram og til baka yfir Grænlandsjökul í leiðangri Arngríms Hermannsonar vorið 1999, voru á slíkum dekkjum. 

Einn allra sérkennilegasti jöklajeppinn um langt árabil var Ford Bronco (minni gerðin) á 44 tommu dekkjum, búinn svo yfirgengilega fjölbreyttum tæknibúnaði og hugvitssömum brellum, að hann þyrfti að setja á safn til minningar um eiganda hans og hugmyndasmið, Birgi Brynjólfsson, "fjalla", sem andaðist í fyrradag.Súkka við Grímsvötn 


mbl.is Metár hjá Arctic Trucks í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband