Réttur her á röngum tíma?

Ófarir þýska hersins í "Taifun" sókninni til Moskvu haustið 1941 ættu að vera á vitorði allra í Rússlandi. 

Ef fréttirnar af hernaðarfarartækjum í djúpum skít núna eru réttar, er það ömurlegt fyrir rússneska herinn sem kom fram með T-34 skriðdrekana í lok Orrustunnar um Moskvu fyrir 80 árum. 

T-34 var með mun breiðari skriðbelti en þýsku drekarnir og í ofanálag framleiddu Rússar tífalt fleiri eintök af honum, eða alls 84 þúsund. 

Rússneskar hersveitir, nýkomnar frá Síberíu, voru kappklæddar og blésu á frostið og kalið, sem drap margan þýskan dreng. 

Þegar kólnaði 1941 og drullan fraus tók ekki betra við, frostið var svo mikið að illa klæddir Þjóðverjarnir frusu í hel, olían á vélum og drifbúnaði varð seig, svo að allt stóð fast. 

Undanfarna viku virðist hlutverkum hafa verið skipt og rússneski herinn í afleitri stöðu.  

 


mbl.is Raspútítsa – Þegar vegirnir hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Núna, 80 árum seinna, þá held ég Rússar séu með eitthvað annað en T34.
Og þarna eru menn vanir frosti að berjast við menn vana frosti, í frosti.

Taktu varlega mark á fregnum af þessum óeirðum, þeim er ekki treystandi.

Taktu til dæmis eftir: allir virðast hafa farsímasamband.  Skrítið.  Hvað er málið með það?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2022 kl. 02:25

2 identicon

Samstaða hefur myndast með USA-NATO-ESB sem enginn skyldi vanmeta.

Allir alvöru ráðamenn reyna það sem þeir geta til að forðast allsherjar stríð.

Enn streymir gas/peningar milli landa og illa fengið fjármagn á sér enn

griðastað þar sem síst skyldi.

magnús marísson (IP-tala skráð) 4.3.2022 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband