Þýska rúgbrauðið með franska grunnhönnun, n.k. Franskbrauð að uppruna.

Nú er margra ára þróun nýs VW Rúgbrauðs komin fram og er afar vel heppnuð eins og sést á gula bílnum, sem mynd er birt af á viðtengdri frétt á mbl.is.VW Rúgbrauð 

Það er enn í minni þeirra, sem sáu fyrstu blaðaauglýsingarnar fyrir Volkswagen árið 1955, hvað bæði Bjallan typ 1 og Rúgbrauðið typ 2, voru óvenjulegir bílar. 

Rúgbrauðið var með sömu flötu loftkældu boxaravélina og gírkassann fyrir aftan afturhjól eins og Bjallan, en var aðeins 10 sentimetrum lengri en Bjallan, þótt sæti gætu verið fyrir níu manns í honum. 

Báðir voru með sama hjólhaf, 2,40 metra, ótrúlegt en satt.  

Þetta var sannkalluður fjölnotabíll, og dýrasta gerðin var nefnd Microbus og var með samtals 23 glugga. 

Rúgbrauðið hóf göngu sína 1950, en Citroen H sendibíllinn hafði komið fram þremur árm fyrr og var með vatnskælda vél að framan og framhjóladrif og þar að auki með sjálfberandi byggingu.

Franskir keppinautar hófu hins vegar ekki að sækja inn á markað hér á landi fyrir svona bíla fyrr en 1960 þótt í Frakklandi væri framleiddur sendibíll af svipaðri stærð og Rúgbrauðið frá 1947 af gerðinni Citroen H. 

En hann var með framdrif og vél þar framan við og náði ekki fótfestu hér á landi.  th

 

downloadÞað var ekki fyrr en nýr Renault af svipaðri gerð og Citroen bíllinn, Renault Estafette,kom fram 1959, að Frakkar fóru að ná árangri með hér á landi með svona bíl, sem fékk hér á landi viðurnefnið Franskbrauð.  

Renault og Citroen voru sem sé báðir með fjögrra strokka vatnskældar vélar framan við framdrifshjólin og með flöt og afar lág gólf alveg aftur eftir öllum bíl. 

Með þessu fékkst miklu betra aðgengi að bílunum að aftan, sem var mikill kostur. 

Á Rúgbrauðinu tóku vél og drif mikið rými aftast í bílnum, því mjög skert vörurými og hátt að lyfta hlutum upp á það. Renault_Estafette_rhd_1966_reg

Með franska laginu vannst margt. Gólfið gat verið slétt alla leið aftur að gafli og aðeins þurfti að lyfta farminum rúmt fet frá jörðu, bæði út og inn um afturhlerann og á hlið. 

Helsti ókostur framhjóladrifsins var hvað slíkir bílar voru þungir í stýri og einnig drifu þessir bílar ekki eins vel upp brattar brekkur og Rúgbrauðið, þar sem bæði hlass og vél og drif gáfu góðan drifþunga upp brekkur og þar að auki mun léttara stýri. 

Frönsku bílarnir hurfu í kringum 1980, en Volkswagen hélt sínu striki í allmörg ár eftir það, og voru húsbílar af þeirri gerð furðu duglegir á íslenskum hálendisvegum.

En síðan gerðist það, sem var skynsamlegast í stöðunni hjá Volkswagen; með tilkomu Transporter, að ná yfirburðum með því að flytja vél og drif fram í og gera enn betri bíl á þann hátt en keppinautarnir. 

Þarna var komið eins konar þýskt Rúgbrauð eftir franskri uppskrift! 

En nú hefur smiðshöggið verið rekið á meira en 70 ára langri sögu með því að koma fram með hið nýja Rúgbrauð!    

 

 


mbl.is Rafmagnaða rúgbrauðið tekið úr ofninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Estafette var ekki fyrsti svona bíllinn með vél og drif frammí og VW flutti ekki vélina fram fyrr en um 30 árum eftir að Estafette kom á markað. En bæði fyrir tíma Estafette og fram að þeim tíma sem VW færði vél og drif komu fram fjöldinn allur af bílum þessarar gerðar með vélina frammí og drifið á framhjólunum. Það er því vandséð hvað, ef nokkuð, tengir VW við Estafette umfram aðra svona bíla. Það væri eins hægt að segja að VW sé að hluta til barnavagn að uppruna, fjögur hjól undir báðum.

Vagn (IP-tala skráð) 15.4.2022 kl. 22:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistillinn var ekki fullunninn þegar þú skrifar þessa athugasemd, heldur byrjað á honum á áttunda tímanum eins og sést og fór sú byrjun óvart inn á síðuna ókláruð og án mynda. 

Ég þurfti að fara á samkomu, kom heim á ellefta tímanum og kláraði pistilinn þá með myndum. 

Athugasemd Vagns var því rétt á þessum tíma, sem ég var í burtu, en á alls ekki við lengur eins og sést við lestur fullunnins pistils 

Bið ég afsökunar á þessum tímabundnu mistökum. 

Ómar Ragnarsson, 15.4.2022 kl. 23:28

3 identicon

https://i0.wp.com/www.curbsideclassic.com/wp-content/uploads/2011/11/dkw-pr_bild2.jpg

Þessi er Þýskur og frá 1949.   https://www.curbsideclassic.com/automotive-histories/dkw-schnellaster-the-mother-of-all-modern-minivans/

Hér er einn Amerískur frá 1947:

Vagn (IP-tala skráð) 16.4.2022 kl. 01:05

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Goliat og DKW voru þýskir smábílar með litlar tvígengisvélar, Golíat kom fram á miðjum sjötta áratugnum á eftir Citroen H, og var svo mjór að aðeins tveir komust fyrir í hverri hinna þriggja sætaraða. Hugsunin á bak við þessa bíla var að vísu framúrstefnuleg en bílarnir svo veigalitlir og aflvana að þeir seldust ekkert. 

Hins vegar seldust nokkur hundruð þúsund Citroen H. 

Ómar Ragnarsson, 16.4.2022 kl. 01:32

5 identicon

DKW var fyrirtæki sem framleiddi bíla í ýmsum stærðarflokkum og gerðum...auk mótorhjóla.

Osmo Kalpala servicing his DKW during the 1956 Rally Finland.

1955 pre-production prototype DKW Munga

Vagn (IP-tala skráð) 16.4.2022 kl. 01:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jeppinn, sem mynd er af neðst hjá þér, fór í framleiðslu aldarfjórðungi eftir að sú mynd var tekin, og þá undir heitinu Volkswagen 183, Iltis. 

Hann var bæði framleiddur í herútgáfu og til borgaralegra nota og var hugsaður sem arftaki Volkswagen 181, sem hafði verið á almennum markaði í nokkur ár á undan og var borgaraleg útfærsla á Volkswagen "Kubelwagen", sem var framleiddur fyrir þýska herinn á stríðsárunum. 

Sá bíll leið alltaf fyrir það að vera aðeins með afturdrif, en hönnun Volkswagen Iltis byggðist á driflínu með vél frammi í og framhjóladrifi, þar sem leitt var drifskaft aftur í afturdrif. 

Iltis varð hvorki vinsæll né langlífur; of þungur og plásslítill. 

Ómar Ragnarsson, 16.4.2022 kl. 14:02

7 identicon

Jeppinn DKW Munga, sem mynd er af neðst hjá mér, fór í framleiðslu í október 1956 og voru 46750 framleiddir fram í desember 1968.

Vagn (IP-tala skráð) 16.4.2022 kl. 14:31

8 identicon

Faðir minn átti bíl sem var byggður á sviðuðum hugmyndum og sjást hér að ofan.  Hann hét Tempo Matador, og var líklega frá Hanomac.

Árgerðin var held ég 1962, og hann var með sæti fyrir 14 manns.  Reyndar kominn í hann svefnbekkur þegar ég eignaðist hann.

Vélin milli framsæta, og skipting í mælaborði.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 16.4.2022 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband