Komnir á svipað ról með þjóðarhöll og fyrir 80 árum.

Á árunum í kringum 1960 vakti íslenska handboltaundrið athygli og ekki síður aðstaðan sem íþróttir bjuggu við hér á landi. 

Íslenska landsliðið náði að komast upp í 6. sæti á stórmótum og Gunnlaugur Hjálmarsson inn í heimsliðið. 

Eina íþróttahúsið hér var gamall hermannabraggi í Vogahverfi; með svo lítinn völl, að vítateigurinn náði ekki tilskilda vegalengd út í hornin! 

Ef íslenskt lið ætlaði að leika við erlent lið hér heima, hvort sem það var landslið eða félagslið, varð að fá fyrir náð og miskunn aðstöðu til þess í íþróttahúsi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli! 

Loksins kom Laugardalshöllin 1965, en á á þeim 80 árum, sem síðan eru liðin, hafa kröfurnar til svona húsa og aðstöðu alla aukist og breyst.    


mbl.is Danir furða sig á stöðunni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband