Lífseigar eldsvoðasögur af rafknúnum farartækjum.

Árum saman hafa verið á sveimi lífseigar sögur af því hve margfalt meiri íkveikjuhætta sé í rafbílum en eldsneytisknúnum bílum. 

Fyrir nokkrum árum varð stærsti bílahúsbruni Norðurlanda í Stavanger og loguðu samfélagsmiðlar af því að þar hefði hættan af rafbílum komið berlega í ljós, vegna þess það hefði verið rafbíll, sem kviknaði fyrst í og þess vegna hefði bruninn orðið svona stór. 

Heldur sljákkaði í þessum söguburði þegar í ljós kom að það hafði verið gamall Opel Zafira disil, olli brunanum. 

Var þá komið því a kreik að hálfgert neyðarástand ríkti hjá slökkliðinu vegan þaes hve rafbílabrunar væru miklu erfiðari og hættulegri en brunar eldsneytisbílum. 

Var til sönnunar nefnt, að slökkviliðið neyddist til að halda sérstakar neyðaræfingar vegna þessara bruna.

Heldur sljákkaðði aZftur í hryllingssögunum af hinum lífshættulegu rafbílum, þegar upplýst varð, að eðlilegt væri að æfa sérstaklega þegar mismunandi efni kæmu til sögu til að slökkva í, og nefnt sem dæmi frá fyrstu dögum eldsneytisknúninna bíla, að þá hefði verið miklu meiri þörf á brunaæfngum vegna þeirra en í farartækjunum á undan, vegna þess að fyrir þeirra tíma hefði aldrei þurft að slökkva elda í hestum. 

Þegar bent var á að í hverjum eldnseytisknúnum bíl eru einstakir hlutar í aflkerfinu nefndir nöfnum, sem gefa eldhættu til kynna, svo sem brunahólf, sprengihólf, kveikja, eldsneyti, eldsneytisleiðslur og eldsneytisgeymir, en engin slík heiti ættu við rafbnúin farartæki, sljákkaði aðeins í hryllingssögunum um hina lífsheyttulegu rafknúnu farartæki. 

En það er eins og sagnasveimurinn komi í bylgjum og er er kaldhæðnislegt, að Ópel Zafira dísilbíllinn, sem olli stæarsta bílahússbruna Norðurlanda  í fyrstu bylgju hryllingsagnanna er eins og aðrir dísilbílar á hreinni þýsku skilgreindur sem "selbstunder" þ. e. "sjálfsíkveikjubíll!

 


mbl.is Hopp-hjólin hafa ekki kveikt í sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband