Máttur tunglsins og náttúruaflanna er mörgum lítt kunnur.

Í tilbúinni tækiveröld borgarsamfélagsins blasa mörg lögmál náttúrunnar víða lítt við þeim, sem aðeins þekkja umhverfi þáttbýlisbúa. 

Meðal þess er máttur tunglsins til þess að toga í höf jarðar með óheyrilegu afli sem lyftir höfunum um marga metra í samræmi við aðdráttarafl þyngdarlögmæálsins. 

Allt árið, jafnt sumar sem vetur, má heyra og sjá fréttir af því hve grátt þekkingarleysi á náttúruöflunum, veðri, vindum og eðli hafs, vatna og vatnsfalla geta leikið menn og dýr. 

Gular og rauðar viðvaranir og útköll fjölmennra björgunarsveita og þyrlna Landhelgisgæslanna.

Svæðið milli Geldinganess og Borga býður upp á ýmislegt skemmtilegt og lokkandi, sem ef til vill mætti nostra betur við með upplýsandi skiltum og fróðleik á heppilegum stöðum. 


mbl.is Festu tvo bíla í fjöru og sjóinn flæddi að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband