Eyðing regnskóganna m.a. til að liðka fyrir nautgriparækt.

Þegar mikilvægustu regnskógum jarðarinnar er eytt til þess að vinna land fyrir aukinni nautgriparækt er varla hægt að hugsa sér stórfelldara áhlaup á umverfisvæna nýtingu jarðargæða. 

Stundum hafa brasilísku regnskógarnir verið kallaðir lungu jarðarinnar vegna þess að engir aðrir skógar á jörðinni gegna eins stóru hlutverki í því að hamla gegn stanslausri aukningu kolefisútblásturs af mannavöldum. 

Það er því verið að tvöfalda þetta áhlaup með því að ætla að brjóta land með regnskógi ndir ræktun fóðurs fyrir stóraukna nautgriparækt, því að sem dæmi um bruðl og skefjalausa neyslu má nefa, að fyrir hvert kíló af nautakjóti, sem ræktað er, gefur maís tífalt meiri næringu, og því arfa slæmt að sóa allri þessri orku með því að yfirfæra hana yfir í stórgripakjöt. 

Bonsonari kom fram á sjónarsviðið um svipað leyti og Donald Trump með hliðstæðar hugmyndir um forneskjulegt afturhvarf til liðins tíma hins óskaplega neyslukapphlaups og sóunar og rányrkju á auðlindum jarðar, sem er í hrópandi ósamræmi við kröfur 21. aldarinnar. 


mbl.is Bolsonaro svarar gagnrýni DiCaprio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Mikið af mais eða Corn  eins og Ameríkanar kalla það er notað til matvælaframleiðslu en einnig til að framleiða etanol sem íblöndunarefni í bensín, sem á að minnka  óæskileg efni í andrúmslofti. En ég er algjörlega sammála þér með eyðingu regnskógana í Brasilíu

Rafn Haraldur Sigurðsson, 30.4.2022 kl. 22:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Frábær og þarfur pistill um mikilvægt málefni. Mér finnst Bolsonaro vera glæpamaður af svipaðri gerð og Hitler, Stalín, og þeir allir, vegna þess að hann er að ógna lífi allra á plánetunni með sinni gróðahyggju og mannhyggju, en húmanisminn, að mannslífin séu dýrmætust á kostnað annars líf, hann er stórhættulegur lífinu á jörðinni.

Það er nú reyndar sitthvað afturhvarfið til liðins tíma, og margir sem hnýta í Donald Trump, en hann vildi styðja grænan iðnað, og gera Bandaríkin sjálfbær og sjálfstæð í alla staði. Vel má vera að einhver mistök hafi hann gert í sínum grænum áherzlum, en hann er miklu meðvitaðri um þessa hluti en Bolsonaro, sem virðist miskunnarlaus lýðskrumari, sem vill halda völdum og vinsældum á kostnað umhverfisins, lífs indíánanna á svæðinu og almennrar skynsemi í umhverfismálum.

Bolsonaro vill afturhvarf til þess versta í fortíðinni, miskunnarlauss kapítalisma og skeytingalauss kapítalisma, en kapítalismi Trumps finnst mér mun áhugaverðari, bandarísk þjóðerniskennd, friðarstefna og sértrömpísk blanda. 

Bolsanaro vil ég gagnrýna algjörlega, en Trump er merkilegur fyrir margra hluta sakir, þótt að sjálfsögðu sé hann umdeildur. Hann er kempa, umdeild kempa.

Bolsanaro er skúrkur, umhverfisskúrkur, það er glæpur gegn mannkyninu.

Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2022 kl. 23:08

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það ekki góð samlíking að líkja einhverju sem andar að sé co2 og frá sér súrefni við lungu. Lungu gera þver öfugt.

"Eyðing" regnskóga er svo ansi djúpt í árinni tekið. Þetta eru hlutfallslega smá landsvæði í öllum Amasonskógi, sem reyndar hefur sjaldan í sögunni verið í meiri blóma en nú, þökk sé co2.

Komdu með tillögu um það hvernig Brasilía gæti fætt og klætt þjóðina án þessa iðnaðar og akuryrkju. Ef þér dettur ekkert í hug, mætti setja þig í flokk með mannóvinum. Líklega er hver einasti Brasilíubúi ósammála sleggjudómum sem þessum

það er svo auðvelt að flagga sýndardyggð úr sófanum heima á íslandi, er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2022 kl. 03:42

4 identicon

Gott hjá Ómari að vekja athygli á því að eyðing frumskóga Amazon er ekki vegna trjáviðar heldur til að rýma fyrir landbúnaði.  Margir halda að þessi eyðing sé vegna trjáhöggs þegar staðreyndin er að tréin eru brend til að rýma fyrir landbúnaði.  Menn geta áfram skeint sér með klósettpappír í þeirri fullvissu að pappírinn kemur ekki frá Amazon.

Varðandi ummæli Jóns Steinars þá ber þess að geta að það er offramleiðsla á matvælum víða, þetta er frekar spurning um dreifingu þeirra frekar en að brenna lungu jarðar.  Þetta er skammtímalausn þar sem jarðvegurinn er grunnur og honum skolar burt á örfáum árum sé hann ekki varinn af trjágróðri.  Nýting regnskóga er því skammvinnur ágóði sem fæðir enga nema til skamms tíma en veldur varanlegum skaða.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2022 kl. 07:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Að búa til eldsneyti úr maiís eins og ghert er i fríku er glæpur gegn mannkyni finnst mér.

Halldór Jónsson, 1.5.2022 kl. 14:14

6 identicon

Í Brasilíu eru höggvnir og brenndir niður regnskógar til að gera sojabaunaakra. Úr sojabaunum er búið til mjöl og það er notað í dýrafóður. Sojamjöl er til dæmis mikilvægt hráefni í laxafóður. Ræktað í Suður Ameríku og mokað í firðina fyrir vestan og austan. Hver er skoðun Ómars á laxeldi í sjókvíum við Ísland?

Árni (IP-tala skráð) 1.5.2022 kl. 16:04

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jón Steinar, ágæti félagi, hér ferð þú villur vegar algjörlega, og verð ég að benda þér á það. Hér eru nokkrar upplýsingar um Amazonfrumskóginn úr Wikipediu - og sumt ekki þaðan:

 

Amazonfrumskógurinn varð til á Eocene öldinnni frá því fyrir um 50 milljónum ára. Hann hefur gegnt hlutverki í að búa til það loftslag sem allar lífverur hafa búið við alla tíð síðan, og án hans gæti jörðin annaðhvort orðið óbyggileg, eða allt að því.

 

Ryk frá Saharaeyðimörkinni frjóvgar svæðið með fóstfórríkum sandi. 

Talið er að um 2018 hafi 17% þegar eyðst af skóginum af mannavöldum.

Rannsóknir sýna að þegar 20%-25% hafa eyðzt sé komið að vendipunkti í skógareyðingunni, og að þá muni skógurinn óhjákvæmilega breytast í eyðimörk eða gresju. Þau tímamörk eru einmitt á okkar ári að verða, og nú eftir kófið.

 

Þessvegna hef ég rökstutt það að HÖND GUÐS sé að refsa mannkyninu með Covid-19, með Úkraínustríðinu, og að fleira fylgi í kjölfarið.

 

Mannkynið er komið yfir rauðu línuna. Æðri verur fylgjast með okkur og stöðva okkur, guðir eða djöflar, eftir því hvernig fólk vill orða það, álfar og huldufólk, verur sem eru æðri okkur.

 

 Þurrkar og villieldar hafa minnkað skóginn einnig. Á fyrstu 1o dögum ágústmánaðar ársins 2020 urðu fleiri en 10. 136 eldar, sem Bolsonaro kallaði lygar.

 

Amazonregnskógurinn er auk þess lyfjabúr jarðar frekar en nokkuð annað svæði, milljónir dýra og plantna hafa dáið út á þessu svæði, með eiginlega sem hvergi annarsstaðar finnast. 

 

Þessar upplýsingar eru fengnar úr Wikipediu, og verða ekki hraktar, um skóginn og eyðingu hans. 

Ingólfur Sigurðsson, 1.5.2022 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband