Upphafslandið fer oft verst útúr skæðum farsóttum.

Spænska veikin kom ekki fyrst upp á Spáni,  heldur í Bandaríkjunum, sem þá voru að senda hundruð þúsunda hermanna til Evrópu á síðasta ári Fyrri heimsstyrjaldarinnar.  

Hún drap fleiri en féllu í bardögum stríðsins og því var gríðarlega mikilvægt fyrir stríðsþjóðirnar að láta hana ekki hafa of mikil áhrif á baráttuþrek herjanna. 

Af því að Spánn og Portúgal voru hlutlaus í báðum heimsstyrjöldunum skipti plágan ekki eins miklu máli í þessum tveimur löndum, og því fékk Spánn að ósekju á sig þann stimpil sem heiti drepsóttarinar færði landinu.  

Donald Trump og fleiri sóttu það fast á tímabili að nefna COVID-19 Kínaveikina, enda veiran með upphaf þar þegar í lok 2019.  

Þegar litið var til upphafs spönsku veikinnar var það þó umdeilanlegt, en einkum voru rök Trumps fáránleg, sem hann hélt ákveðinn fram á blaðamannafundunum með doktor Fauci; sem sé þau að veikin væri kínverskt sýklavopn, sem Kínverjar hefðu framleitt eingöngu í þeim tilgangi að kom í veg fyrir endurkjör Trumps!  

Í ljósi þess hve grátt kínverjar eru leiknir af veikinni sýnir þessi margtuggða skýring Trumps aðeins það eitt, að hann stendur ævinlega í þeirri trú að hann sé merkilegasta mikilmenni allra tíma og að allt snúist um eða eigi að snúast um hann.  


mbl.is Kínverska efnahagsundrið í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

"Spænska veikin kom ekki fyrst upp á Spáni,  heldur í Bandaríkjunum, sem þá voru að senda hundruð þúsunda hermanna til Evrópu á síðasta ári Fyrri heimsstyrjaldarinnar. "


Já, "í Bandaríkjunum", og með því að nota þessar grímur, nú og þess vegna mældi hann Anthony Fauci karlinn sérstaklega með þeim.
KV.
   



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2022 kl. 22:58

2 identicon

"Carcinogenic plastics that are tracked for mask use"

May be an image of text that says 'A study of lung tissue obtained from participants after surgery found microplastics in all lung regions, including the deeper sections. Researchers found 39 microplastics in 11 of 13 lung tissue samples with an average of 3 microplastics per sample. wonder why these microplastics are suddenly showing up the lungs? What ever could be the cause? (Reason #10034 why you can't trust federal government agencies with your health, and one of the many reasons not to wear f@ce m@$k - besides the fact they simply do not work.) Plastics Microplastics found deep in lungs of living people for first time'
"Carcinogenic plastics that are tracked for mask use"

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.5.2022 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband