"Hve marga hermenn hefur páfinn?" spurði Stalín.

Sagan geymir margar sögur af þeim forneskjulegu hugmyndum, sem fyrirferðarmiklir valdamenn setja oft fram. 

Áhrif kaþólsku kirkjunnar bæði austan og vestan járntjaldsins í Kalda stríðinu voru ráðamönnum Sovétríkjanna oft þyrnir í augum. 

Þessi áhrif voru til dæmis mikil í Póllandi og um tíma var pólskur páfi í Róm. 

Í eitt skiptið þegar ráðgjafar Stalíns ráðlögðu honum að fara að með gát í einu máli, er sagt að Stalín hafi spurrt. "Hvers vegna ætti ég að gera það. Hve marga hermenn hefur páfinn?"

Um þessar mundir tíðkar Pútín það að ógna beint eða óbeint með kjarnorkuvopnum Rússa, Kim Jong-Ung gortaði yfir eldflaugum, sem Norður-Kóreumenn væru að smíða og myndu draga til Bandaríkjanna og Donald Trump svaraði með því að ef slíkt gerðist myndi hann ekki hika við að gereyða Norður-Kóreu með kjarnorkuárás. 

Nú bætist það við að Trump hefði sýnt áhuga á að beita eldflaugum til árása á Mexíkó vegna ágreiningsmála við það land. 

Og hann hefur þá líklega haft það til hliðsjónar, að þegar ágreiningurinn var mestur við Íran, var tilbúin stórárás á það land, og munaði aðeins tíu mínútum að hann árás Bandaríkjahers færi í gang.  


mbl.is Trump vildi gera eldflaugaárásir á Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma Stalíns óskaði þess helst að hann yrði biskup.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.5.2022 kl. 23:07

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ómar, eins gáfaður og skemmtilegur maður og þú ert skil ég ekki af hverju þú sérð aldrei neitt gott við Trump.

Í fyrsta lagi, það kemur ekki fram í fréttinni að eldflaugaárásirnar hsfi verið kjarnorkuflaugar, og liggur beinast við að nota hefðbundnar flaugar í það sem nefnt er í fréttinni, en svo getur verið að það hafi bara verið montið hans.

Í öðru lagi þegar hótað er kjarnorkuvopnum og kjarnorkustríði þarf það að vera skýrt að enginn græðir á því, orð Trumps má skoða þannig, og Kim Jong-Ung skildi að Bandaríkjamenn eru langstærstir í því brjálæði sem er kjarnorkuvopnaeign og gereyðingarvopn.

Það er þó satt að mér var stundum órótt þegar þessar deilur við Íran stóðu yfir, maður vissi ekki hvar maður hafði hann Trump, en aðrir leiðtogar voru líka ógnvekjandi.

En Bandaríkjamenn eru einnig þekktir fyrir að gera hátækniárásir, ekki með kjarnorkuvopnum, heldur tölvustýrðum drónaflaugum sem eru mjög stefnuvirkar. 

Þetta er ekki til eftirbreytni. Það er rétt. En stjórnartíð Trumps einkenndist af hótunum og fréttaupphlaupum, en samt var heimurinn laus við þann hrylling sem Úkraínustríðið er.

Hunter Biden, sonur Joe Bidens hefur verið tengdur við fjölmörg hneykslismál. Sumir telja hann eiga þátt í að koma Zelensky til valda.

Ingólfur Sigurðsson, 6.5.2022 kl. 23:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allir hafa sér til ágætis nokkuð og það var raunar kominn tími á það 2016 að einhver hristi upp í kerfinu í Washington.  

Ómar Ragnarsson, 8.5.2022 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband