Eyjafjallajökull tók sér 11 ár. Óvissan einna verst þegar eldvirkni er á ferð.

Ellefu árum fyrir gosið í Eyjafjallajökli hófst vinna við að undirbúa þá mörgu, sem yrðu í hættu ef fjallið kynni að gjósa í kjölfar skjálftahrinu.

Haldnir voru fræðslu- og undirbúningsfundir og gerðar almannavarnaáætlanir. 

Loks kom svo gosið og þá skilaði undirbúningurinn sér vel, þótt ekkert hefði komið upp á yfirborðið í öll þessi ár. 

Þótt upplýst sé að það sé ekki ýkja mikil kvika, sem er að láta vita af sér á svæðinu við fellið Þobjörn og Svartsengi, virðist ljóst, að það geta frekar orðið tilfallandi aðstæður sem auka líkur á að kvikan komist upp á yfirborðið heldur en magn hennar. 

Best væri auðvitað að engin kvika væri að safnast fyrir, en á meðan hún er þarna ríkir óvissa, og óvissa er oft þrúgandi til lengdar. 

Og góð upplýsingagjöf eins og var á fundinum í Grindavík í kvöld er ævinlega gagnleg.  


mbl.is Ekki mikil kvika í jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband