Auðvelt að breyta Volkswagen Bjöllu í rafbíl.

Við hönnun Dacia Spring, sem er einstaklega ódýr rafbíll, og fer vonandi að styttast í að hann komi hingað til lands, var farin sú einfalda leið að hafa rafhlóðurnar ekki undir gólfinu eins og er á nær öllum rafbílum, heldur undir aftursætinu, sem í ofanálag var hátt frá gólfinu. Volkswagen Beetle

Með þessu móti er hægt að bjóða farþegum í aftursæti þægilegri setu og jafnframt að stytta bílinn og létta. 

Með því að stilla aflrásina inn á sparneytinn akstur og láta 44 hestöfl nægja, er hægt að hafa bílinn léttari en ella.  

Formúlan á vel við ef Volkswagen Bjöllu er breytt í rafbíl, því að drjúgt rými er í þeim bíl undir aftursætinu, sem er hátt frá gólfinu. . 

Komin eru nokkur ár síðan síðuhafi rakst á frásögn í erlendum  miðli af slíkri breytingu og var svo litla breytingu að sjá utan frá, að mynd af Bjöllu frá síðustu árgerð meðan framljósin hölluðu aftur dugar alveg. 

Verðið var skiljanlega nokkuð hátt á þessum bíl en þó ekki það hátt að hann kæmi ekki til greina ef fleiri eintök yrðu framleidd.   


mbl.is Breyta klassískum bílum í rafmagnsbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband