Tær kvikmyndagerðarsnilld en tölvubrellurnar víðsfjarri veruleikanum.

Aksturleið Range Rover Sport um 20 kílómetra leið í Hafrahvammagljúfri í feiknavel gerðri auglýsingamynd er gersamlega fráleit í veruleikanum.   

Þetta blasir við þeim, sem skoðað hefur þessa leið meira en hundrað sinnum bæði fyrir og eftir virkjun.

Á leiðinni lokar stórgrýti mjóum botni gljúfursis á löngum köflum, og aulahrollur fer um áhorfanda myndarinnar þegar þessi bíll sést í myndinni klifra upp þverbrattan stífluvegginn að norðanverðu á örþunnum "low profile" dekkjunum. 

Að halda því fram að öll myndin sýni raunverulegum hjálpartækjalausan akstur er svipað og að segja, að hvert einasta atriði James Bond myndanna hafi gerst í raunveruleikanum. 


mbl.is Keyrði upp Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í stóra samhenginu er bíl flakkari smár. Ekkert til að tilbiðja. Samt ekki bara eitthvað.

Rétt aka sí svona. Höfum séð það áður við stærstu vötn og jökla Íslands hve smá við erum í stóra samhenginu. Skyndiferð getur orðið að martröð.

Á sólríkum maí degi eru undrin svo mörg og fegurðin nær að fá orð eru til að lýsa náttúrunnar spili, hvort sem hún birtist í garðinum, á öræfi, eða í litlum göngutúr. Allt verður smátt í stóra samhenginu. Bíll verður bara bíll.

Sigurður Antonsson, 22.5.2022 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband