Framsókn hafði löngum lag á að fylgja straumnum.

Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórnir til hægri eða vinstri á síðustu öld oft á þann hátt að fylgja þeim straumi, sem aðrir flokkar höfðu sett í gang. 

Einnig má nefna sem dæmi, að Ólafur Thors, sem var afar óánægður með utanþingsstjórnina 1942, hjó á hnútinn með því að nýta stjórnmálalega snilld sína til þess að mynda stjórn með erkifjendunum "kommúnistum" og Alþýðuflokknum 1944, - nokkuð sem fáir höfðu trúað fyrirfram. 

1944 voru Sovétmenn og Vesturveldin í bandalagi í stíðinu við Öxulveldin, og hluti af hinum alþjóð straumi lék um Ísland, sem Ólafur nýtti sér til fullnustu. 

Einar Þorsteinsson hefur beðið rólegur eftir því að sterk staða Framóknarflokksins bæri hann með straumi, sem réðist af gerðum annarra flokka. 

Stjórnarmyndun með flokkum í fráfarandi föllnum meirihluta er að vísu túlkað sem eins konar svik við það kosningaloforð að breytingar verði í borginni, en á móti kemur, að sterk staða Framsóknarflokksins og borgarstjórastóll fyrir Einar gætu skilað einhverjum breytingum, sem annars væru ekki mögulegar. 


mbl.is „Í raun einungis ein leið til að mynda meirihluta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best væri Einari að verða ekki Einar Gnarr.

Besti flokkurinn hrundi eftir Gnarrið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.5.2022 kl. 19:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Framsóknarflokkurinn opinn í báða enda, flokkur tækifærissinna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.5.2022 kl. 19:40

3 identicon

Ekki kaus ég Framsókn til að hjálpa föllnum meirihluta að halda eyðilegginguni áfram !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.5.2022 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband