Evrópa er langt á undan öðrum heimsálfum í hraðlestabyltingunni.

Hraðlestir hafa marga kosti fram yfir önnur farartæki, hvort sem þau eru á landi eða í lofti. 

Mikil orkueyðsla fylgir því að lyfta flugvélum frá jörðu, láta þær klifra upp í bestu flughæð, halda síðan áfram þeirri hæð með mikilli loftmótstöðu vængjanna með margfalt stærra kolefnisspori en lest, ekki síst ef lestin er rafknúin. 

Nýjustu hraðlestir eru svo hraðskreiðar að samanlagður ferðatími er lítið minni en hjá farþegaþotu og allt umstangið margfalt minna. 

Í Evrópu hefur verið stöðug framþróun í gerð háhraðalesta og í lestakerfinu bíða langbestu möguleikarnir til hraðra, ódýrra og þægilegra ferða, einkum þegar leiðin liggur beint frá miðju stórborga til miðju borganna, sem ferðast er til.  

Evrópa hefur yfirburði yfir aðrar heimsálfur í lestasamgöngum, og það er helst mismunandi sporvídd lestarteinanna, sem getur tafið fyrir þeirri óhjákvæmilegu byltingu, sem stórefld lestanotkun þarf að innleiða. 

Í Ameríku, svo sem í Bandaríkjunum varð einkabílavæðinging til þess að gullöld lestanna varð skammvinn, og flugferðir, rútuferðir og einkabílaferðir tóku að mestu við hlutverki lesta.  

Bandaríkjamenn eru langt á eftir Evrópuþjóðum í lestabyltingunni og verða það líklega áfram. 


mbl.is Kynna háhraðalest milli Parísar og Berlínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér þykir þú gleyma Japan og jafnvel Kína. En það er satt hjá þér að járnbrautarlestir eru víða hrörlegar þó mikið séu notaðar. Kannski eru þessi lönd, sem ég nefndi bara duglegri en önnur að auglýsa sig. Veit það ekki.

Sæmundur Bjarnason, 26.5.2022 kl. 07:59

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn heiðursmenn.

Ég verð að leyfa ykkur að sjá skemmtilegan hlekk stráks, sem fjallar um kínverska hraðlesta kerfið borið saman við t.a.m það indverska og það bandaríska:

https://www.youtube.com/watch?v=VkcatfsCN4A

Jónatan Karlsson, 26.5.2022 kl. 17:37

3 identicon

Sé hraðlest í boði verður sá kostur alltaf miklu álitlegrI en flug.  Til að komast í flug þarf að komast á flugvöllin tímanlega, innrita sig og farangur.  Bíða svo eftir farangri á leiðarenda og svo koma sér á endanlegan áfangastað

Með lest ferðu bara á lestarstöðina, sem er í miðborginni, með þinn farangur.  Finnur þitt sæti, kemur farangrinum fyrir og skreppur svo í veitingavagnin og færð þér bjór og samloku.  Engin bið á endastöð og kominn í miðborg áfangastaðar.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.5.2022 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband