Landeldi á laxi, eldið sem fullyrt var að gæti ekki gengið hér.

Árum saman var það viðkvæðið þegar unnendur hins villta íslenska lax töluðu fyrir því að hverfa frá sjóeldi til landeldis, að engir möguleikar væru á slíku. 

Þeir sem töluðu þá fyrir landeldinu voru taldir berjast gegn atvinnuuppbyggingu og gegn landsbyggðinni. 

Í mbl.is í dag blasa við nokkrar fréttir af þessum málum, stækkuð landeldisstöð í Öxarfirði, - fyrirhuguð 40 þúsund tonna landeldisstöð á Reykjanesi - og það, að verið sé að "hreinsa Reyðarfjörð" vegna veirusýkingar í sjóeldislaxi þar. 

Athyglisverðar fréttir í ljósi fyrri umræðu. 


mbl.is Fyrsta kerið í Öxarfirði í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Landeldi á laxi er orðið hagkvæmt núna.  Afurðarverðið er svo mikið hærra en það verð sem var í boði upp úr 1980, sem þú ert að vitna til, Landeldi var reynt á Reykjanesskaganum þá, sem mistókst meðal vegna þess að rafmagn var ótryggt á þeim tíma og afföll voru mikil vegna þess. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.5.2022 kl. 09:13

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég sé að fólk er að rugla saman hugtökum öllu þessu tengdu:

LANDELDI er það hugtak sem notað er þegar eingöngu er notast við FERSKVATN

sem að er látið renna í ker sjálfkrafa án dælubúnaðar, hentar vel við bleikjurækt og laxaseiði upp að smolt-stiginu, en hentar síður fyrir stærri laxa sem að þurfa að komast í salt-vatn (sjó).

--------------------------------------------------------------------------------

STRANDELDI er það hugtak sem notað er þegar að SJÓ er dælt upp

í varanleg ker á landi með rafmagnsdælum. Þetta fyrirkomulag hentar fyrir stærri laxa en rafmagnskostnaður getur oft verið meiri við þetta fyrirkomulag heldur en við sjókvíaeldi.

---------------------------------------------------------------------------------SJÓKVÍAELDI er það hugtak sem er notað er þegar að netbúrin eru út í sjónum; slíkt fyrirkomulag getur lækkað rafmagnsreikning fyrirtækisins mikið.

Jón Þórhallsson, 27.5.2022 kl. 09:41

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fiskeldisstöðin í Öxarfirði er þá væntalega STRANDELDISSTÖÐ

sem að dælir sjó upp á land með rafmagnsdælum.

Jón Þórhallsson, 27.5.2022 kl. 10:32

4 identicon

Þau varnarorð að bann við sjókvíaeldi færi eldið frá landsbyggðinni eru ennþá í fullu gildi. Eins og með kvótasetninguna og flutning kvóta frá landsbyggð þá skeður það ekki á einni nóttu að eldið færist. Hagkvæmniskarfa stýrir því að það verður rík tilhneiging til að vera með eldið þar sem það er hagkvæmast. Sjókvíaeldi er hagkvæmara en eldi uppi á landi og eldi á landi er hagkvæmast nærri þjónustuaðilum, flugi og úrvali vinnuafls. Og spurningin á landsbyggðinni hættir þá að vera hvort eldið fari og verður hvenær það fer. Sjókvíaeldi sem þarf að flytja upp á land er ekki bundið við einhvern fjörð á landsbyggðinni og getur farið hvert sem er. Stækkuð landeldisstöð Samherja í Öxarfirði breytir því ekki, rétt eins og fiskvinnsla Samherja á Dalvík breytir ekki hvernig kvótakerfið hefur stýrt fiskvinnslu á landsbyggðinni.

Vagn (IP-tala skráð) 27.5.2022 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband