Aldargamall vágestur gengur aftur.

Nútímafólk á erfitt með að ímynda sér þá vá og ógn sem "hvíti dauðinn" eins og berklar voru kallaðir, hafði í för með sér fyrstu áratugi síðustu aldar. 

Það var ekki aðeins hin mikla útbreiðsla berklanna, sem gerði usla og lagði þúsundir i gröfina, heldur herjaði þessi drepsótt vægðarlaust á ungt fólk. 

Þekkt dæmi var ljóðskáldið og söngvarinn Jón frá Ljárskógum, sem þjáðist af berklum á þrítugsaldri og dó langt um aldur fram. 

Hér á landi voru reistir þrír spítalar vegna berklanna, og á vegum Sambands íslenskra berklasjúklinga, skammstafað SÍBS, var stofnað til mikils happdrættist til þess að reisa hælið að Reykjalundi. 

Um miðja öldina kom penissillínið og á síðari hluta aldarinnar tókst að fara langt með að útrýma berklunum.

En hin síðari ár hefur hvíti dauðinn látið kræla á sér á ný, vegna fyrirbæris, sem strax varð fyrirsjáanlegt fyrir 30 árum, en það eru svonefndir fjölónæmir sýklar, sem verða oftast til við stökkbreytingar eða af völdum misheppnaðrar og oft allt of mikillar notkunarsýklalufja, sem sýklarnir aðlaga sig að.  

21. öldin færist hægt og bítandi í það horf að þúsunda ára gömul barátta mannkynsins við faraldra og drepsóttir í endalausri styrjöld sýkla og manna færist inn á gamalkunnug svið. 

Það er í senn hin stóri napri veruleiki og áskorun fyrir jarðarbúa. 


mbl.is Grunur um fjölónæma berkla hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er dapurlegt, eftir langa og góða baráttu hér á landi, tókst að útrýma berklum.

Nú er öldin önnur, atvinnugóðmennin flytja, beint og óbeint, berklana inn.  Á kostnað íslensks almennings.  Lögfræðingager Rauða krossins, grenjandi samfó/viðreisnar og pírata þingmenn, auk alls kyns glæpagengja

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.6.2022 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband