"Flotinn ósigrandi" 2022 beygir sig fyrir íslenskum veðurdyntum.

Spánverjar sendu "Flotann ósigrandi" í herför til Bretlands 1588 ef rétt er munað til þess að sinna frækilegan sigur á breska flotanum. 

Veðrið á Atlantshafinu gerði þá siglingu að einni herfilegust hrakför siglingasögunnar. 

Í dag bætist við sigling annars flota, þar sem allir keppa um frækilegan sigur í hnattsiglingu, sem fær snöggan endi vegna dyntanna í íslenska veðrinu, sem er eitt helsta einkenni veðurfars hér við land, jafnvel á þeim tíma ársins, sem er með hæsta loftþrýstinginn og minnstan vind. 

Þessi frétt berst á sama sólarhringnum og hópur útlendinga játaði sig sigraðan í göngu á Hvannadalshnjúk. 

Vonandi verður endirinn snautlegi líkur því sem sungið var í laginu "Kátir voru karlar", að "allir komu þeir aftur..." o. s. frv.  


mbl.is Keppninni aflýst og Ísland lokaáfangastaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband