Skýrsla OECD sagði flest sem segja þarf. Fyrirsjáanlegt fyrir 80 árum.

Ísland er dreifbýlla en flest önnur lönd og þjóðin fámenn. Af því væri eðlileg ályktun, að útgjöld hér á landi til heilbrigðismála væru hærri miðað við fólksfjölda en þau eru í þéttbýlli og margfalt fólksfleiri löndun. 

En þetta er öfugt eins og skýrsla OECD sýnir greinilega, og hefur verið það í svo langan tíma, að vandinn, sem við er að glíma er sívaxandi og uppsafnaður. 

Ofan á þetta bætast sífellt fleiri ellilífeyrisþegar sem hlutfall af þjóðinni, nokkuð sem blasti þegar við og var fyrirsjáanlegt þegar þetta fólk bættist við þjóðina í góðæri stríðsins sem skapaði langstærstu árgangana í sögu þjóðarinnar fram að því. 

Flest vandamálin, sem nú er við að eiga í heilbrigðiskerfinu, eru í raun afleiðingar af ofangreindum megin staðreyndum, en þeir sem ráða þessum meginþáttum málsins forðast að tala um þá, heldur eru sífellt í vonlítilli baráttu við að leysa úr afleiðingunum í stað þess að taka almennilega á orsökunum.  


mbl.is „Við erum bara mjög aftarlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband