Úkraínustríðið hefur þegar staðið í átta ár. Afganistanstríðin í tíu og tuttugu ár.

Margar af þekktustu styrjöldum sögunnar áttu að standa stutt. Stríðsþjóðirnar í Fyrri  heimsstyrjöldinni stefndu að því styrjöldinni yrði lokið eftir hálft ár. 

Hún stóð hins vegar í rúmlega fjögur ár, og á svæðinu frá Póllandi og austur um, stóðu styrjaldarátök í átta ár. 

Þar voru háðar margar styrjaldir með Úkraínu sem þungamiðju sem stóðu frá 1917-1922, og féll milljón manna hið minnsta í einni af margvíslegum Úkraínustyrjöldum. 

Núverandi Úkraínustríð er framhald af innrás Rússa í Krímskaga 2014 og stríði rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donbas héraði. Hvað eftir annað var það hérað að stríðsvettvangi 1917-22. 

Rússar réðust inn í Afganistan 1979 og það stríð átti að standa stutt, en lauk með ósigri þeirra tíu árum síðar. 

Bandaríkjamenn bættu um betur og háðu stríð í sama landi í tuttugu ár, sem endaði með ósigri þeirra. 

Auðlindir í Úkraínu og fyrrum Sovétlýðveldum í kringum Kaspíahaf, korn, olía og gas, og flutningsleiðir afurðanna eru hin raunverulega undirrót ófriðar, sem langlíkegat er að muni standa í mörg ár, jafnvel tugi ára, því að á því eru allar áætlanir Rússa um veldi þeira og viðgang reistar.

Kóreustyrjöldin, sem hófst 1950, átti að standa örsutt af hálfu Norður-Kóreumanna, en núna, 72 árum seinna, hafa enn ekki verið gerðir friðarsamnngar, heldu einungi það vopnahlé, sem gert var eftir þriggja ára hernaðarátök, sem bárust fram og til baka um gervallan Kóreuskagann. 

 


mbl.is Óttast að stríðið dragist á langinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband