Fyrir hverja er Bílastæðasjóður og hverjir eiga hann?

Svarið við þessari spurningu sýnist vera það, að íbúar Reykjavíkur eigi Bílastæðasjóð og að sjóðurinn starfi fyrir þessa eigendur. DSC00152 

En tvenns konara atvik í samskiptum við sjóðinn er hægt að nefna sem vitni um, að það sjónarmið sé algengt að Bílastæðasjóður eigi að þjóna duttlungum og valdafíkn starfsmanna og veita þeim ánægju af þeirri gerð.  

Hér skal annað málið nefnt.

Þegar fyrsti rafbíllinn kom í stóra blokk fyrir fimm árum leist fólki misvel á hann, enda erfitt í fyrstu að finna heppilegan stað fyrir slíkt farartæki. 

En fyrir einskæra heppni fannst lítill grjótstallur við litlar kjallaratröppur niður í geymslurými, sem var eins og hann hefði verið hannaður fyrirfram fyrir þennan litla bíl, er meira að segja vel stærri en bílkrílið, en á myndinni af bílnum, sést, hvernig bílastæðiin við blokkina eru sérmerkt með bláu merki sem einkastæði íbúanna. DSC00154

Pallurinn var og er inni á lóð blokkarinnar, og hægt var að leggja hleðslusnúruna beint úr nefi bílsins niður lóðréttan vegg, og innan við dyr í 220 volta innstungu.

Þessi, að því er virtist endanlega lausn, fékk góðan hljómgrunn, einkum vegna þess, að með því að rafbíllinn stæði þarna tók hann ekkert bílastæði við blokkina frá öðrum bílum, og kostnaðinn við þessa einföldu tengingu borgaði eigandi bílsins.sjálfur. 

En Adam var ekki lengi í paradís. Dag einn um hádegisbil var kominn miði á glugga bílsins, þar sem krafist var ellefu þúsund króna sektar! 

Á yfirborðinu var gefið upp ferli til að vísa svona málum til sérstakrar skoðunar, en í samræðum við fólkið á þeim bæ kom fram ótrúlegur hugsunarháttur. 

Þær upplýsingar fengust, að svo vel stæði nefnilega á að í samræmi við ný umferðarlög hefði gefist tækifæri til að semja nýja reglugerð, sem tryggði, að ef sektin yrði ekki greidd, hefði Bílastæðasjóður heimild til að gera bílinn upptækan með lögregluvaldi hvenær sem væri sólarhringsins!

Og ekki bara það, svo vel vildi nú til að sjóðurinn hefði heimild til að láta fjarlægja og gera upptæka alla bíla í Reykjavík, sem stæðu á einkalóðum fyrir framan bílskúra!

Gaman! Gaman! Að geta fengið að gera reglugerð að ítrasta geðþótta og krækja í heimild til eignaupptöku í raun!   

Þótt eigendur blokkarinnar stæðu með rafbílseigandanum í þessu máli, skipti eignarhald húsfélagsins á grjótstallinum litla, sem enginn maður hafði stigið fæti sínum á, engu máli;  niðurstaðan varð því öruggur sigur Bílastæðasjóðs og lausnin fólst í því að rafbíllinn smái stæði jafnan á einhverjum af merktu stæðunum við blokkina og tæki þar með að óþörfu stæði frá einhverjum öðrum bíleiganda og meira að segja stæði, sem væri tvöfalt stærra en sá litli þurfti.   

Nú má sjá í viðtengdri frétt á mbl.is að Borgarlögmaður telji sig knúinn til þess að taka fyrir eins konar herferð Bílastæðasjóðs á hendur fötluðum.

Það þykir eðlilega frétt en kemur ekki öllum á óvart. 

 

 

 

 


mbl.is Bílastæðasjóður brýtur á fötluðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

2 spurningar

Tilheyra bílastæðin og lóðin ekki blokkinni
og gjrjótstallurinn hluti af lóðinni


Varla væri ég sektaður fyrir að setja bílinn minn inn á grasblettinn

Grímur Kjartansson, 28.6.2022 kl. 14:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bílastæðin eru í eigu húsfélagsins og merkt með viðeigandi merkjum þar um. Grjótstallurinn er í eigu húsfélagsins, en nýja reglugerðin veður yfir slíka smámuni og fremur í raun eignarnám á öllum aðkeyrslumm að bílskúrum á lóðum í Reykjavík. 

Ómar Ragnarsson, 28.6.2022 kl. 14:37

3 identicon

Sæll

Mig langar erndilega að sýna þér samskipti mín við Bílastæðasjóð og Parka. Málsatvik voru þessi sem hér koma fram svo og svör Bílastæðasjóðs og Parka:

On June 27, 2022, 3:42 PM GMT einar.s.halfdanarson@bakertilly.is wrote:

"Sæl

 

Mér hefur ekki tekist að fá úrlausn minna mála hjá Bílastæðasjóði sem segir að Parka verði að leysa úr málinu. 

 

"Góðan dag

Vinsamlega hafðu samband við Parka vegna málsins ef þetta snýst um virkni appsins.  Bílastæðasjóður hvorki á né rekur Parka appið.  Við getum því miður ekki bætt upp tjón sem þetta þar sem við höfum enga leið til að sjá hvenær bifreið yfirgefur svæðið.

 

Með bestu kveðju/With best regards

Dóra Bragadóttir

Skrifstofufulltrúi

 

Sími/Tel.: +354 411 1111 / 411 1111

bilastaedasjodur@reykjavik.is

From: Bjarni Eiríksson <bjarnio@parka.is>
Sent: Tuesday, June 28, 2022 13:34
To: Einar S. Hálfdánarson <einar.s.halfdanarson@bakertilly.is>
Cc: bilastaedasjodur@bilastaedasjodur.is
Subject: Re: HM M56"

"Sæll Einar og takk fyrir að hafa samband. Það er auðvitað mjög leiðinlegt þegar svona gerist en því miður lítið sem Parka getur gert. Svona mál er mjög vandmeðfarin þar sem ef við opnum á beiðnir eins og þína þá er rosaleg hætta á misnotkun sem er mjög erfitt að eiga við. Ég er alls ekki að segja að þú sért ekki að segja satt og rétt frá málsatvikum en við höfum bara engar sannanir fyrir því hvenær þú ókst úr stæðinu ólíkt því ef þetta hefði gerst td. í Hafnartorgi þar sem við hefðum myndavélar til að styðjast við. Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki endurgreitt þér þetta en þetta er í raun aðstaðan sem Parka er í og vonandi sýnir þú þessu að einhverju leiti skilning. Þér að segja þá fáum við töluvert að beiðnum eins og þín og eins og sagði þá  verðum við að fara mjög varlega í þessum málum til að koma í veg fyrir misnotkun.

 

&#151;

Bjarni Eiríksson

Þjónustuborð Parka

 

Þjónustukönnun

Var svarið hjálplegt?"

"Þakka svarið Bjarni

 

Ég á von á að tölvukerfið sýni &#132;fótspor&#147; þar sem reyndi endurtekið að skrá mig út. Er búið að skoða hvort ég reyndi að útskrá mig? &#150; Reyndar hefur appið virkað mjög furðulega að undanförnu þar sem ég fær sendan tölvupóst þegar ég reyni að nota appið. Ég er búinn að eyða appinu og setja það upp aftur. Ég er hins vegar mjög hikandi að nota það ef enginn ber ábyrgð á atburðum sem ekki eru mín sök og borga bara. Ég þarf greinilega víðar að vekja athygli á þessi. &#150; Framsendi póstana frá Parka í framhaldinu."

 

Einar S. Hálfdánarson

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 14:47

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hitt lýsandi atvikið, sem minnst var á í pistlinum var, þegar bíl var lagt við vestanverða Tryggvagötu fyrir nokkrum árum í allhvössu veðri. 

Borgað var fyrir stæðið á staðnum, en gekk brösulega að láta miðann ekki fjúka af mælaborðinu áður en dyrunum var lokað. 

Loks tókst það, en þegar komið var til baka, var stöðumælavörður í miðju kafi við að skrifa á sektarmiða, og kom í ljós að miðinn inni í bílnum hafði fokið til, svo að hann sneri ekki alveg rétt. 

Ég flýtti mér að benda verðinum á þetta og sýha honum svart á hvítu, að á miðanum sæist skrifleg sönnun þess, að ekki einasta hefði ég borgað fyrir stæðið, heldur ÆTTI ÉG ENN 15 MÍNÚTUR EFTIR AF TÍMANUM, sem ég hafði borgað fyrir. 

Stöðumælavörðurinn harðneitaði hins vegar að breyta sektarmiðanum og sagði, að samkvæmt vinnureglum væri það óheimilt. 

Við það sat eftir ferð niður á skrifstofu sjóðsins og frekari málarekstur reyndist árangurslaust. 

Ómar Ragnarsson, 28.6.2022 kl. 15:31

5 identicon

Sæll Ómar.

Það er kannski skrökulygi en eitt sinn heyrði ég að
Bílastæðasjóður væri skemmtiferðasjóður
starfsmanna Reykjavíkurborgar enda væru þeir
ekki svo haldnir í launum að ástæða væri til 
að telja það eftir.

Allt er gott sem endar vel enda segir í Síðara Korintubréfi 9;7:

Guð elskar góðan gjafara! En í 1. versi sama kafla þetta:

1 Um hjálpina til hinna heilögu er sem sé óþarft fyrir mig að skrifa ykkur.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband