Meðal annars að baki þrjú flugtök í Reykjavík með 177 um borð.

Þegar Kárahnjúkavirkjun var í smíðum bauð Landsbankinn, aðal viðskiptabanki Landsvirkjunar, helstu viðskiptavinum sínum þrívegis í dagsferð á virkjanasvæðið og var flogið austur á smekkfullri Boeing 757 þotu frá Reykjavík, en notuð Fokker-vél með gesti frá Akureyri.  

Boeing 757 hefur þann kost fram yfir 737 að flatarmál vængjanna er þriðjungi meira og er hún því ótrúlega öflug í flugtökum og lendingum, einkum þegar hægt að komast af með miklu minna eldsneyti en nota þarf á löngum millilandaflugleiðum.  

Þar að auki eru nútíma þotuhreyflar svo miklu hljóðlátari en eldri hreyflar, að af ber. 

757 lék sér svo að þessu verkefni, að enga athygli vakti á sinni tíð. 

Raunar hafði önnur farþegaþota, sem tók 88 í sæti, verið notað allt að því daglega á vellinum,  

Það var BAE 146 fjögurra hreyfla þotan, sem notuð var hér árum saman í Færeyjaflugi og nánast enginn varð var við þegar hún hóf sig til flugs eðe lenti á Reykjavíkurflugvelli. 


mbl.is Fljúga Boeing 757 til Akureyrar og Egilsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband