Hvorki sýnd veiði né gefin, en samt er "rallið ekki búið fyrr en það er búið."

Knattspyrna er nú einu sinni þannig íþrótt, að hver leikur hefst á markatölunni 0:0 og jafnvel þótt lið séu misjafnlega sterk eða með misjafnt álit, gildir það sem Jón R. Ragnarsson hafði oft á orði forðum í rallinu, að "rallið er ekki búið, fyrr en það er búið."

Nýlegt dæmi, leikur íslenska karlalandsliðsins við það landslið, sem er neðst á lista í heiminum, þar sem litlu munaði að úrslitin yrðu jafntefli. 

Franska kvennalandslíðið er hins vegar það sterkt, að enda þótt það vanti einn skæðasta sóknarmanninn í liðið, er liðið sýnd veiði en ekki gefin.  

Má jafnvel orða það þannig, að liðið sé hvorki sýnd veiði né gefin, en samt spurningarmerki við úrslitin. 

Áfram Ísland!


mbl.is Áfall fyrir franska liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband