Stríðið endalausa.

Í upphafi áttunda áratugarins á síðustu öld hillti undir það að búið væri að kveða endanlega í kútinn alla helstu óvætti á sviði drepsótta með stórkostlegum uppgötvunum og framförum í læknavísindum. 

Berklar, mislingar, mænuveiki, bólusótt, sýkingar; nefndu það; allt voru þetta ógnvaldar, sem taldir voru endanlega sigraðir, og dýrlegir tímar virtust blasa við. 

En Adam var ekki lengi í paradís, og í formi HIV-veirunnar blasti við geta herskara af veirum og sýklum að skapa nýja ógnvætti og koma að nýju á hinu þúsalda gamla umhverfi drepsótta og faraldra, sem fylgt hafa manninum frá örófi alda. 

Eitt atriði í sóknarmöguleikum sýklanna birtist í því að það eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því að búa sífellt til sterkari og sterkari lyf, því að það kemur að því að lyfin verða svo sterk, að þau drepa ekki bara sýklana, heldur ógna þau smám saman líka hýslinum.  

Önnur birtingarmynd mannlegs veikleika birtist líka í því að með mistökum í að taka inn sýklalyf með jöfnu billibili, eykst hætta á því að sýklar myndi með sér svonefnt fjölónæmi. 

Barátta lækna og lyfjafræðinga við sýklaherinn snýst æ meira um það að verða kapphlaup milli manna og sýkla, þar sem alls óvíst er um endanleg úrslit. 

Þar með nálgast ástandið ískyggilega það að verða eins og það hefur alltaf verið, stríðið endalausa milli manna og sýkla. 


mbl.is Varar við krefjandi vetri og hvetur til grímuskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband