Jökulsá sveimar um og Sauðárflugvöllur er tilbúinn í slaginn.

Um síðustu helgi var haldinn flugdagur á Egilsstaðaflugvelli og veittu flugmenn, sem flugu að sunnan til hátíðarinnar með viðkomum á Sauðárflugvelli og braut í Nýjadal því eftirtekt, hvernig Jökulsá á Fjöllum virtist vera á nokkru sveimi um sandana við hið nýja Holuhraun.BISA 

Frá fyrrnefndum Sauðárflugvelli. sem hefur verið skáður og viðurkenndur með alþjóðlegu einkennisstöfunum BISA síðan 2011, eru aðeins um 30 kílómetrar í loftlínu til Öskju, eða ca tíu mínútna flug. 

Á þessum fyrrnefnda flugvelli geta lent allar flugvélar, smáar og stórar, sem notaðar eru í innanlandsflugi, því að lengsta flugbrautin er 1300 metra löng og 30 metra breið, og sú næstlengsta 1000 x 30 metrar, en brautirnar eru alls fimm og samtals meira en fjögurra kílómetra langar.

Mikilvægi þessa flugvallar fer vaxandi, því að hann hefur algera sérstöðu á hálendinu sem öryggisflugvöllur hvað snertir staðsetningu, stærð, aðflug og fráflug.

Hann er algerlega náttúrugerður því aðeins þurfti að merkja flugbrautirnar með lausum merkjum og valta þær. 

Minnsta kosti tvívegis hafa orðið alvarleg slys á miðhálendinu þar sem notkun Twin Otter vélar frá Akureyri og lítillar flugvélar frá Egilsstöðum réðu úrslitum um sjúkraflug vegna þess að ekki var fært frá Reykjavík á þyrlum. 

Þá var lent á braut við Grímsstaði á Fjðllum og einkabraut við Sigurðarskála í Kverkfjöllum. 

Sauðárflugvöllur er að jafnaði opinn frá júníbyrjun og fram í miðjan október. 

7. nBISA Flugvélar 27 ágúst 2020óvember 2007 stóðu flugmenn á Fokker vél frammi fyrir því að drepa á báðum hreyflum vélarinnar vegna bilunar á leiðinni til Egilsstaða, og báðu farþegana að undirbúa sig undir nauðlendingu þar sem verkast vildi inni á auðnum hálendisins. 

Þá var Sauðárflugvöllur ekki á skrá og orðið skuggsýnt. 

Ef flugvöllurinn hefði þá verið kominn á skrá sem viðurkenndur flugvöllur, hefði legið beint við að nauðlenda þar. DSC00671

Svo fór, að annar hreyfillinn hökti áfram nægilega lengi til þess að komast á honum einum til Egilsstaða og veita farþegunum áfallahjálp. 

Þetta atvik sýndi ljóslega nauðsyn nothæfs vallar á slóðum með sívaxandi ferðamannastraumi og gnægð eldstöðva á borð við Kverkfjöll, Öskju og Bárðarbungu. 

Það tók fjögur ár að skrá völlinn milli 2007 og 2011, aðallega af völdum aukinna krafna vegna þess hvað flugbrautirnar voru langar.  

Nú í sumar hefði völlurinn verið nothæfur frá 10. júní, en vegna seinkunar á völtun, var hann formlega opnaður um síðustu mánaðamót. BISA 27.ágúst 2020 Flugvélar(2)

Myndirnar hér á síðunni eru teknar þegar tíðustu gestirnir á vellinum hafa verið þar á ferð, bræðurnir Jón Karl Snorrason og Haukur Snorrason, og bræðurnir Ólafur og Albert Sigurjónssynir frá Forseti í Flóa.  


mbl.is Askja rís óvenjuhratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband