Athyglisverðar vangaveltur Skrúðsbóndans um makrílinn, súluna og lundann.

Makríllinn er tiltölulega nýkominn í íslenska lögsögu.  Af því leiðir, að tilkoma hans hafi einhver áhrif á lífríkið. 

Í sjónvarpsþættinum "Náttúran mín" á RÚV í gærkvöldi sem fjallaði um mann þann, sem hefur gert eyðieyjuna  Skrúð að sinni náttúru, viðraði hann ýmsar fróðlegar athugasemdir um vangaveltur sínar vegna tilkomu makrílsins í íslensku lífríki. 

Þess á meðal var stórfjölgun súlu í eyjunni og áhrifin á lundastofninn, sem eru versnandi skilyrði fyrir hann.   

Í þessum áhugaverða þætti komu fram ýmsar hliðar þess hvernnig maðurinn staðsetur sig í náttúrunni, eins og nafn þáttarins bendir til.   


mbl.is Segir Íslendinga stefna að „makrílkrísu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þættirnir Náttúran mín lofa sannarlega góðu. Baldur á Vattarnesi er einstakur maður, vel gefinn og fróður, bráðskemmtilegur og með frábæran húmor og hefur frá mörgu að segja. Það var mikið happ fyrir gamla Fáskrúðsfjarðarhrepp þegar Elinóra og Baldur fluttu í Vattarnes á sínum tíma. Og gaman væri að heyra hvað fiskifræðingar og fuglafræðingar segja um kenningar Baldurs um makrílinn og súluna. Gaman er að sjá endurtekningar af Stiklum þínum, að hlusta á menn eins og Sigurjón á Lokinhömrum er mannbætandi. Eftir 40 ár verður eflaust gaman fyrir nýjar kynslóðir að hlusta á Baldur á Vattarnesi.

Hákon Hansson (IP-tala skráð) 8.8.2022 kl. 17:21

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar. Makríll fannst fyrst við Ísland svo vitað sé árið átján hundruð níjutíu og fimm. 1895.. þekkt er að mikil makrilgengd var árið 1944

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.8.2022 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband