Sérstaða, útfærsla og umhverfi kemur golfvöllum hér "á kortið."

Þúsundir frægra golfvalla utan Bretlandseyja verða nú að sæta því lenda fyrir aftan marga íslenska velli að mati tímaritsins Golf World. 

Tveir íslenskir golfvellir eru meðal átta efstu og þá þarf eitthvað meira til en hönnun þeirra ein íþróttalega séð. 

Síðuhafi þekkert nær ekkert til íslenskra golfvalla, en fékk þó einu sinni leyfi til að lenda eins manns opnu fisi á einni af holum Vestmannaeyjavallar.  

Það var nóg til að varpa ljósi á það atriði að umhverfi vallarins eitt og sér veldur því að kynnin, þótt þau væru í mýflugumynd, urðu ógleymanleg. 

Vellir með slíka kosti hljóta að eiga möguleika á landi, sem "er engu öðru landi líkt" svo vitnað sé í vandaða erlenda bók um 100 merkustu undur heims.


mbl.is Ísland er komið á kortið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband