Þegar næstbesti tugþrautarmaður heims varð skólaus á EM.

Í þrjú ár, 1949, 1950 og 1951 var Örn Clausen í öðru til þriðja sæti á heimslistanum yfir bestu tugþrautarmenn í heimi.

Hann fór því með miklar væntingar til keppni á EM í Brussel 1950, en var svo óheppinn að hlaðmenn á Reykjavíkurflugvelli tóku tösku hans og settu fyrir hurð á vellinum þegar verið var að fara með farangur um borð, en gleymdu síðan töskunni.

Að koma á stórmót í tugþraut skólaus var auðvitað herfilegt fyrir Örn, og í kastgreinunum varð hann til dæmis að notast við skó af spjótkastaranum Jóel Sigurðssyni, sem voru þremur númerum of stórir.

Örn var slíkur afreksmaður á þessum tíma, að hann hefði getað komist á verðlaunapall í fjórum greinum á EM, tugþraut, langstökki, 110 metra grindahlaupi og 4x100 metra boðhlaupi.

Hann hlaut að vísu silfurverðlaun í tugþrautinni, en að kröfu Frakka var notuð gamla stigataflan í greininni, þótt búið væri að lögleiða nýja töflu, sem hefði skilað Erni gulli.

Á þessum árum var enginn tæknilegur möguleiki að fara 1770 kílómetra plús með eina tösku Arnar og því fór sem fór


mbl.is Flaug 1.770 km til að sækja tösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband