Vegirnir: Stórfelldur dulinn kostnaður vegna álags. Alvöru úttekt vantar.

Á einum fundanna í aðdraganda kosninganna 2007 gaf kunnáttumaður um vegagerð magnaða lýsingu á ástandi vegakarfisins hvað varðaði þungaflutnginga. 

Hann lýsti því hvernig þyngstu og stærstu flutningabílarnir á vegunum þrýstu vegunum svo mjög niður undir sér, að þeir líkt og sigldu í öldudal eftir þeim og brytu þá smám saman upp, langt umfram eðlilegan endingartíma. 

Þessi fjölfróði maður um vegina lýsti því skýrt hvernig þessi misþyrming á vegunum kostaði í raun tugi milljarða í dulinn kostnað. 

Af þessum sökum væri brýn nauðsyn að gerð yrði altæk og vönduð kostnaðargreining með samanburði á þessum flutningamáta og annarra, svo sem með skipum. 

En í hruninu 2008 var hins vegar þvert á móti framkvæmdur stórfelldur niðurskurður á framlögum til vegamála, þar sem farið var í þveröfuga átt og dregið einna mest úr viðhaldi á vegunum. 

Og enn í dag, 15 árum síðar, bólar ekkert á neinni úttekt á raunverulegum kostnaði vegna flutninga á Íslandi.  

Eitthvað smávegis er kvakað yfir þeim skemmdum á vegakerfinu sem stórfelldir flutningar á jarðefnum muni valda án þess að vita um, hve miklar þær yrðu í raun og veru í milljörðum talið. 


mbl.is Vegirnir bera ekki umferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Dulin kostnaður? Held ekki, ríkisstarfsmenn eins og hjá Vegagerðinni eiga að vita. Þungaskatts menn og fleiri þurfa að vita hvað stór þungabíll kostar vegina í viðhaldi og gerð tvíbreiðs vegar. 

Á Google er hægt að sjá hvað fjögurra akreina vegur kostar við ýmsar aðstæður nágrana löndum. Góður 4 akreina vegur er á hluta Reykjanesbrautar. 70 ár í byggingu og ekki lokið frá Hafnarfirði til Flugstöðvar segir mikið. Upphrópanir heyrðust þegar sölumenn á vikri vildu hefja umræður um vegabætur á Suðurlandi. Fyrsta sem heyrist var Aldrei, Aldrei. Þrír ólíkir greinahöfundar tjáðu sig og svikust ekki um að taka umræðuna. 

Til Þórshafnar kostar um 700.000 Kr. að flytja gám úr Reykjavík. Trúlega fer um helmingur til íslenska ríkisins eða meir í allskonar gjöld og skatta? Fjölmiðlamenn eiga að spyrja spurninga og fræðsla til almennings er lykillinn að því að vitleg umræða eigi sér stað, sem er grundvöllurinn að útflutningi á jarðefnum sem og flutningar út á landsbyggðina.

Sigurður Antonsson, 22.8.2022 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband