Bara smá áminning um stærð flekaskilanna og öskugos út af Reykjanesi.

Eldey, skammt suövestur af Reykjanesi, gæti útaf fyrir sig verið svipuð áminning um hugsanleg neðansjávargos og Vestmannaeyjar hafa verið alla tíð og kvittað var fyrir með Surtseyjargosinu. 

Vitað er að samhliða Skaftáreldunum 1783 varð neðansjávargos út af Reykjanesi, og slíkur möguleiki einn er að sögn jarðvísndamanna tákn um það, að öskugos á þessum slóðum er ákveðin ógn við stærra svæði en líkindin til hraungosa á landi uppi, sem nú virðast ætla að marka kaflaskil í eldgosavirkni Reykjanesskagans.

Öskugos þarna er líkast til eini möguleikinn sem gæti lokað Keflavíkurflugvelli tímabundið, en raunar eru það aðallega innviðir vegna rofs á raflínum og vatns- og hitaveitu, sem eru nú í hættu vegna hraungoss, því að völlurinn sjálfur er utan helstu sprungusveimanna.    


mbl.is Skjálfti yfir þremur að stærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Svo er rétt að minnast á spádóm sem Gurrí, Guðríður Haraldsdóttir hér á blogginu setti fram, að suðurlandsskjálfti gæti komið þann 26. eða 27. dags einhvers mánaðar rétt fyrir miðnætti. Ekkert er víst í þessu, en heldur ekki útilokað, nema talið er að þetta muni gerast fyrr eða síðar, miðað við söguna.

En öskugos þarna myndi líka hafa miklar afleiðingar, yrði það stórt eða langvinnt.

Ingólfur Sigurðsson, 27.8.2022 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband