Hvað um "smágosið", "gosræfilinn" í Heklu 1981? Eitt af fimm svipuðum.

Eldgos eiga það til að "taka sig upp" eins og fram kemur í viðtengdri frétt um gosið í Meradölum. 

Kröflugosin nínu 1975 til 1984 byrjuðu á mismunandi stöðum á sama sprungusveimnum, og litlu munaði að eitt þeirra brytist út við Bjarnarflag.  

Þar kom að vísu upp jarðeldur, sem kannski mætti skilgreina sem minnasta gos sögunnar, því að elglæringar, sem breyttust í þuna hraunmylsnu, komu þá upp úr eins konar borholuröri í Bjarnaflagi og dreifðist um nánasta umhverfi rörsins. 

Árið áður hafði komið upp spýja skammt frá Leirhnjúki, sem ekki náði því að vera fellt undir hugtakið eldgos. 

 

Annað "smágos" eða "gosræfill", úr íslenskri eldgosasögu, sem minnast mætti á, varð í kjölfar gossins í Heklu í ágúst 2980, og varð vart við það um veturinn. 

Vegna dimmviðris og slæms veðurs sást gosið aldrei, en í eina kvikmyndafluginu, sem reynt var, fannst þó hressilega fyrir miklu uppstreymi af þess völdum, og var þá snarlega snúið við og ekki reynt frekar að ná myndum af hinu meinta gosi, sem flokkaðist í besta falli undir hugtakið "gosræfill." 

Nokkrum dögum eftir upphaf Holuhraunsgossins kom hraun upp á litlu svæði skammmt frá, sem myndir náðust af, og með hliðsjón af því að nýja Holuhraunið varð alls það stærsta hér á landi síðan 1783, varð til heitið Litla hraun yfir nýja hraunið, sem var samt svo lítið, að það féll fljótlega í gleymskunnar dá. 

Í þessari upptalningu af "hraunræflum" má kannski setja smágog í Grímsvötnum 1983, sem var forboði fyrir aukna eldvirkni í þeirri iðnustu eldstöð landsins. 


mbl.is „Algjört smágos“ ef það hefst ekki að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband