Vegir viðskipta og peninga eru oft flóknir í stríði.

Alþjóðlegt tækni- og viðskiptalegt umhverfi nútímans er svo flókið og víðfemt á mörgum sviðum, að slóð peninganna getur orðið stórfurðuleg. 

Bara hér á mbl.is í dag má sjá, að Frakkar taka að sér að endurbæta rússneskt eldsneyti, og norskir dvergdrónar seljast eins og heitar lummur til stríðandi fylkinga í Úkraínu að því er virðist.  

Evrópa öll og Rússland eru flækt í orkusamninga og kaup og sölu á gasi í svo stórfelldum mæli, að það er erfitt að spá fyrir um það hvernig þau viðskipti fara öll á endanum. 

Rætt hefur verið um að ein NATO þjóðanna muni nota sovéskar orrustuþotur af gerðinni MiG 21 í hernaðarviðbúnaðinum vegna Ukranínustríðsins. 

Í Seinni heimsstyrjöldinni voru eigendur Opel bílaverksmiðjanna í Þýskalandi General Motors, sem meðal annars framleiddu hinn öfluga vörubíl Opel Blitz, sem var óspart notaður í hernaðarlegum flutningum í stríði Þjóðverja gegn Bandaríkjamönnum.  

Þessi nánu sambönd stóðu í hátt á annað ár.  

Gamla máltækið að asni klyfjaður gulli komist yfir hvaða borgarmúr, sem er, getur greinilega átt við ansi vítt svið. 


mbl.is Norskir dvergdrónar til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband