Ef íslensku vindmyllurnar verða svipaðar hér og í Wales, hvað þá?

80 kílómetra vindhraði þykir kannski mikill vindur í Wales, en gaman væri að vita hvernig vindmyllur þar í landi, sem fjúka í slíkum vindi þar í landi, myndu standst tvöfalt meiri vindhraða, sem er algengur hér á landi. 

Einn af stærstu vindmyllugörðunum, sem á að reisa hér verður uppi á Brekkufjalli í Hvalfirði og á að teygja spaðana upp í meiri hæð en nemur hæð Skálafells, þar sem í venjulegum janúar getur komið roktímabil, sem verður tífalt lengra en tímabil með miklu minni vindi í Wales sem yfirbugaði þá velsku.   


mbl.is Vindmylla fauk í roki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

50 mílu hraða ekki kílómetra. Og það er vandfundið það sem ekki getur bilað. Ef ekki hefði komið til bilun í stjórnbúnaði blaðanna hefði vindmyllan vel þolað þennan vind og gott betur.

Vagn (IP-tala skráð) 30.8.2022 kl. 08:06

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

24 metrar á sekundu

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.8.2022 kl. 12:28

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er örugglega hægt að smóða vindmillu sem fýkur ekki.  Eða ekki alveg strax.

Þá endist hún væntanlega nógu lengi til þess að dreyfa plast-ögnum um sveitir landsins.  Þær eru vinsælar núna, skilst mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.8.2022 kl. 18:28

4 Smámynd: Loncexter

Islensk yfirvöld jafn fávís og kjánaleg eins og ávallt. Skárra að virkja einn túristafoss í stað þess að eyðileggja allt útsýni á Íslandi með vindmyllum.

Loncexter, 30.8.2022 kl. 19:01

5 identicon

Hvernig ættli þessar vindmyllur standi af sér bleytukrapahríð í frosti?

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.8.2022 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband