Fosfór ein af þverrandi auðlindum jarðar?

Fyrir áratug var fluttur fróðlegur fyrirlestur um þverrandi auðlindir jarðar á Degi íslenskrar náttúru í Öskju. Í honum birti Kristín Ragnarsdóttir sláandi tölur um þær af helstu auðlindum jarðarinnar, sem stæðu frammi fyrir því að verða útrýmt vegna skefjalausrar rányrkju. 

Sum nöfn þeirra, eins og olía og kol, komu ekki á óvart, en önnur komu á óvart, eins og fosfór. 

Ástæðurnar voru nefndar í fyrirlestrinum, svo sem hin fjölmörgu not af fosfór í fjölbreyttum tilgangi, sem væru viðhafðar fyrirhyggjulaust. 

Eitt atriðið voru not fosfórs í landbúnaði, meðal annars í notkun áburðar, sem hefur vreið notaður kappsamlega til að auka afköst í landbúnaði.  

Það hringja því bjöllur nú og spurningar vakna, áratug síðar, að heyra minnst á fosfór á ný. 


mbl.is Svandís veitir undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fosfór er frumefni sem jafn mikið er til af núna og fyrir milljónum ára, það eyðist ekki og hættir ekki að vera til við notkun. En það sem skeður er að þegar námur þar sem fosfór er mokað upp tæmast þarf að nota aðrar aðferðir, og dýrari, við að vinna fosfórinn.

Vagn (IP-tala skráð) 2.9.2022 kl. 17:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir góða útskýringu, Vagn. Raunar er svipað að gerast að hluta til við fyrirsjáanleg vandræði í olíuvinnslu. Vandinn vegna "nýrra" olíulinda annars staðar en í Arabalöndunum er sá, að þessar nýju lindir, svo sem á Drekasvæðinu, er miklu dýrara að vinna heldur en bestu lindirnar, sem hafa verið notaðar til þessa. 

Ómar Ragnarsson, 3.9.2022 kl. 08:02

3 identicon

Reyndar á þetta við um öll efni. Ekki bara frumefni. Besta lausnin í umhverfismálum er einmitt að höndla efnin sem verða við bruna ( efnahvörfin) og nota þau aftur.Framfarir á þessu sviði eru örar og bensín- og dísolíubílar menga sífellt minna. Olía er einungis rotnaðar plöntuleifar og nytsamlegar , ekki einungis sem eldsneyti á bíla, flugvélar og skip. Hún er nýtt líka fyrir byggingariðnaðinn og íhluti sem plastefni meðal annars.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.9.2022 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband