Gólfið er eitt stærsta atriðið í hönnun rafbíla.

Um langan aldur hefur miðhluti undirvagns bíla verið einn mikilvægasti og dýrasti hluti hvers bíls. 

Af því hefur stafað sú tilhneiging að bílaframleiðendur sameinist um ákveðin miðstykki sem grunn bílsins, enda liggja um það meginlínur vélbúnaðar og driflínu. 

Mun einfaldara og ódýrara er að fikta við ytra byrði bílanna og gefa þeim með því sinn sérstaka svip. 

Sem dæmi má nefna bíla Volkswagen samsteypunnar þar sem Polo, Audi 3 og Fabia eru allir með sama miðstykkið. 

Eitt af grunnatriðunum í vandræðum Boeing verksmiðjanna með 737 Max að miðstykki í lágþekjum á borð við lungann af flugflota heims er lang dýrasti og flóknasti hluti vélanna. 

Þess vegna reyndu verksmiðjurnar að komast hjá því að hanna nýja vél fyrir nýja og mun sparneytnari hreyfla, sem voru stærri um sig en eldri hreyflar, með því að færa þá framar og ofar á vængina, en hanna síðan háþróað tölvustýrt stjórnkerfi til að flugvélin gæti flogið af fyllsta öryggi í öllum venjulegum aðstæðum. 

Með tilkomu rafbílanna breytist eitt aðalatriði slíkra bíla, sem sker þá frá eldsneytisknúnum bílum, en það eru hinar rúmfreku og þó einkum þungu rafhlöður bílanna. 

Niðurstaðan varð sú að gera fremri hluta undirvagnsins að aðalstaðnum fyrir rafhlöðurnar og nýta sér þannig þunga þeirra til að færa þyngdarpunktinn neðar eftir því sem kostur væri.

Tesla ruddi brautina með því að sérhanna bíl, sem eingöngu gæti gengið fyrir raforku, og aðrir framleiðendur hafa orðið að flýta sér að hanna nýja undirvagna, sem eru sérhannaðir fyrir raforkubúnað.  

Ókosturinn við þetta varðandi það að setja rafhlöðurnar neðst í miðstykki bílanna varð þó sá, að með þessu hækkaði gólfið í þessum bílum talsvert svo að lofthæðin inni varð minni og ölli með því lakari setstöðu fyrir farþegana og hækkuðum þyngdarpunkti þeirra. 

Tvær nýjar gerðir bíla eru nú með endurbætur á þessu, Dacia Spring og MG4. 

Á Dacia Spring eru rafhlöðurnar settar undir aftursætið og farþegar látnir fá meira fótarými í staðinn. Setið í aftursætunum nýtur góðs af þessu og vegna meira rýmis niður á við fyrir fæturna þarf ekki að hækka þakið og þyngdarpunkt aftursætisfarþega. 

Samanlagður árangur af þessu og því að takmarka vélarafl og orkumagn gerir heildarþyngd bílsins lægri en ella. 

Mú virðist MG ætla að fara að hluta til svipaða leið með því að minnka hæðina, sem raflhlöðurnar fá undir gólfinu niður í aðeins 11 sentimetra og halda samt möguleika á 64 kwst rafhlöðum.  

Spennandi verður að sjá hvernig til tekst, því að á smærri rafbílum er vandamálið það, að óþægilegra er að sitja í aftursætum en ella. 


mbl.is Fyrsti bíll MG í millistærðarflokki C
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Við rafreiðhjólamenn og konur verður ekki fyrir svona hremmingum.
Hreinn unaður að eiga og nota rafreiðhjól.
 

Sævar Helgason, 6.9.2022 kl. 10:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt ég aki stundum minnsta rafbíl landsins nota ég tvö rafknúin hjól mest, annað þeirra rafreiðhjól en hitt fjölnota rafhjól, sem er besta farartæki, sem ég hef átt. 

Ómar Ragnarsson, 6.9.2022 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband