Setið uppi með þrengsli í flugi, sem eiga 70 ára aðdraganda.

Boeing 707, sem er formóðir nútíma mjóþotna, var hönnuð um miðja síðustu öld. 

Síðan þá hefur meðalstærð farþega vaxið það mikið, að meirihluti flugfarþega býr við of mikil þrengsli á breiddina í þeim þotum, sem mest eru notaðar í lággjaldaflugi. 

Innanbreiddin samtals í mjóþotunum er 3,54 metrar, en í Airbus, sem var hönnuð þrjátíu árum síðar, er breiddin 3,70 metrar. Munurinn er 16 sentimetrar eða 8 sentimetrar hvorum megin. 

Það eru afdrifaríkir sentimetrar, álíka mikill og á milli bíla í tveimur stærðarflokkum, svo sem Golf og Póló.  

Á löngum flugleiðum munar miklu um þessa sentimetra, sem hefði verið gott að fjölga með því að hanna nýja vél þegar Boeing 737 Max varð fyrir valinnu. 


mbl.is Svona færðu besta fótaplássið í flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband