Ekki sama indverskur bíll og indverskur bíll?

Skemmtilegt var það hér um árið þegar maður einn kom inn í bílaumboð sem hafði umboð fyrir virta japanska bíla og kvaðst ætla að endurnýja japanskan bíl sem með öðrum japönskum, sem hann hefði verið sérlega ánægður með. 

Hann ætlaði sko ekki að kaupa eitthvert "austan tjalds drasl."

Annar maður, staddur þarna inni, benti honum þá á, að þessi góði og vinsæli bíll hans væri raunar framleiddur í Rúmeníu. 

Þurfti talsverðar útskýringar til þess að maðurinn tryði þessum ósköpum og spurði þann, sem svarað hafði, hvort hann væri ekki á minnsta bílnum, sem umboðið hefði á boðstólum og væri alveg örugglega japanskur. 

"Jú, ég er á minnsta og ódýrasta bílnum á markaðnum", var svarið, "en hann er að vísu ekki japanskur þótt nafnið sé japanskt, heldur er hann indverskur." 

Og þetta er vel mögulegt á þessari öld víðtækra viðskiptatengsla, því að Suzuki Alto hefur verið mest seldi bíllinn á Indlandi en náði einnig nokkrum vinsældum hér á landi. 

En munurinn á þeim Alto, sem seldur hefur verið í framleiðslulandinu og þeim Alto, sem seldur hefur verið á evrópska markaðnum, er að vísu afar lítill útlitslega, en hins vegar sleppt öllum þeim mörgu öryggisatriðum á Indlandi, sem eru í evrópsku gerðinni. 

Svipað gilti um fleiri bíla, svo sem Ford Fiesta. 

Vestrænt bílatímarit gekkst fyrir árekstraprófi NCAP á báðum gerðunum og var útkoman sláandi: Evrópsku gerðirnar fengu fjórar stjörnur, en indversku gerðirnar fengu algera falleinkun, fengu ENGA stjörnu!   

Á sínum tíma var framleiddur ódýrasti bíll í heimi, Tata Nano, á Indlandi, en sú tilraun misheppnaðist algerlega, og meðal þess, sem olli því, var herfileg útreið í árekstraprófi. 

 


mbl.is Gæti verið varasamt að kaupa kínverska Volkswagen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir japanskir bílar eru raun framleiddir í Evrópu:

Corolla/Auris er framleiddir í Tyrklandi

Honda Civic er framleidd í Bretlandi

Margir Suzuki bílar eru framleiddir í Ungverjalandi

Yaris er bæði hannaður og framleiddur í Frakklandi

Toyota C-HR sport-jepplingurinn er framleiddur í Tékklandi

Toyota Pro-Ace sendibíllinn er framleiddur í Frakklandi (er í raun sami bíll og Citroen Dispatch og Peugeot Expert sendibílarnir, bara með Toyota-nafninu á).

Þetta er bara nokkur dæmi svo að maður tali nú ekki um alla Japönsku bílana sem keyra hér á götunum og eru framleiddir í Bandaríkjunum eins og t.d. Subaru Forester og Impreza eða margir af Lexus-bílunum.

Bílaáhugamaður (IP-tala skráð) 27.9.2022 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband