Sviptingar í málefnum sjókvíaeldis í Noregi. Lærum við eitthvað?

Einkennilegur munur virðist vera á málefnum sjókvíaeldis í Noregi og hér á landi. 

Ætla hefði mátt, að hér á landi væri reynt að nýta sér reynslu Norðmanna af svona eldi, sem þeir hafa verið talsvert langt á undan okkur með, og þá einkum reynslu þeirra af mistökum, sem hægt væri að komast hjá. 

En þetta virðist alveg ofugt eins og sést af viðtengdri frétt á mbl.is, því að engu er líkara en að Ísland hafi í miklum mæli verið gert að eins konar griðastað fyrir norska laxa sægreifa, sem þeir geta flúið til og vonast eftir meiri eftirlátssemi en heima fyrir. 

Samtímis er rekinn mikill andróður gegn landkvíaeldi og því fundið flest til foráttu. 

Sérkennilegt er að sjá í fréttum þann harmagrát, að "600 miljarða verðmæti hafi þurrkast út" vegna auðlindaskatts á sjókvíaeldi í Noregi. 

Samkvæmt þessu er auðlindagjald hið versta fyrirbæri almennt og vaknar þá sú spurning, hvort réttara væri að borga fyrirtækjum nógu hátt þakkargjald fyrir að halda kauphallarvísitölum sem allra hæstum.


mbl.is Yfir 600 milljarða verðmæti hafa þurrkast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er svo margt að hérna. Viðvaranir Haralds Eiríkssonar, leigutaka á Laxá í Kjós, hafa mætt daufum eyrum í mörg ár. En kannski það muni breytast núna.

Geir Ágústsson, 29.9.2022 kl. 21:17

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þetta er algjör geðveiki.
Það er yfirvofandi matvælaskortur sem hefur ekki sést í vestrænum ríkjum í 80-100 ár. Sem verður til þess að matvælaverð hækkar og rosaleg hungursneið ríður yfir 3ja heiminn.

Nú verður öllum stöðvum sem eru yfir 5000 tonna lífmassa skipt upp, þær verða ekki rekstrarhæfar. Minni og dýrari stöðvar verða notaðar í staðinn.

Teitur Haraldsson, 4.10.2022 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband