Hernámið 10.maí 1940 byrjaði á smá klúðri.

Það voru aðeins innan við 800 menn sem hertóku hið hlutlausa Ísland 10. maí 1940. Miklu skipti að aðgerðin kæmi á óvart og gengi hnökralaust. 

En fyrstu merkin um landgöngu í aðsigi bárust öllum bæjarbúum Reykjavíkur fyrir slysni, sem fólst í því að senda Walrus flugbát í stutta leit að kafbátum, og í þeirri ferð flaug hún yfir Reykjavík og vakti marga bæjarbúa, þeirra á meðal Werner Gerlach ræðismann Þjóðverja, sem þar með fékk kærkomna aðvörun og gat komið hluta af skjölum sínum fyrir kattarnef. 

Að öðru leyti gekk aðgerð Bretanna vel, og þegar Hitler frétti a henni þar sem hann var staddur í byrgi sínu í Eifelfjöllum til að stjórna innrás Þjóðverja í Niðurlönd og Frakkland, varð hann æfur af bræði og skipaði fyrir um gerð innrásaráætlunar Þjóðverja í Ísland. 

Fyrir ellefu árum fór síðuhafi í könnunarferð til Eifelfjalla, fann rústirnar af byrginu og gat þar sett sig í fótspor Hitlers með því að klöngrast ofan í leifar byrgisins. 

Hin fámenna innrás Breta var nefnilega tímamóta aðgerð í aðdraganda og upphafi Heimsstyrjaldarinnar hvað það snerti, að eftir að Hitler hafði síðan 1936 ævinlega haft frumkvæði í helstu aðgerðum sínum og tekið með því heppnaða áhættu, en hin stórveldin alltaf orðið að bregðast við, fólst í hernámi Breta á Íslandi frumkvæði, sem Hitler varð að bregðast við. 

Gerlach reyndi að fá Íslendinga til fylgis við germanskan átrúnað en varð fyrir miklum vonbrigðum í trúboði sinu. 


mbl.is Skjöl Gerlachs ræðismanns á leið heim eftir rúm 80 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband