Gott að hafa skilgreiningu á rafbílum á hreinu.

Sú árátta undanfarin ár að skilgreina 100 prósent rafbíla, tengiltvinnbíla og hybrid bíla sem rafbíla í tölum um sölutölur hefur valdið margvíslegum misskilningi, bjagað mat margra á þessum þremur mismunandi flokkum og jafnvel valdið vandræðum.

Mörg dæmi eru um eigendur nýrra hybrid bíla, sem trúðu því að "bíllinn býr til sitt rafmagn sjálfur og notar sama rafmagnið aftur og aftur", og enduðu með því að það drapst alveg á nýja fína bílnum. 

Og það var ein elsta bilun í heimi: bensínlaus. 

Setningin "hann notar sama rafmagnið aftur og aftur" var útskýrð þannig, að eftir að bíllinn hefði ekið upp brekku og eytt til þess rafafli, notaði hann endurvinnslu rafaflsins á leiðinni niður brekku á eftir til að safna hinni eyddu orku saman. Og sú orka sem hann notaði í að fara af stað endurheimtist þegar dregið væri úr hraða og staðnæmst. 

Yfirgnæfandi meirihluti af mótstöðunni, sem vélin þarf að yfirvinna í akstri bílsins er fólgin í loftmótstöðu, en næst á eftir kemur viðnámsmótstaða við veginn, sem ekinn er. 

Þetta, að sama rafmagnið sé notað aftur og aftur er aðeins hluti af hinu rétta, sem er það að að meðaltali endurvinnast aðeins 8 prósent af notaðri orku með endurheimtingarbúnaði bílanna. 

Og loftmótstaða og viðnámsmótstaða endurvinnst alls ekki. 

Líka er vitað um marga eigendur tengiltvinnbíla, sem vegna samsetningar aksturs þeirra í þéttbýli og dreifbýli hafa lent í því að þurfa að kaupa svo mikið bensín í akstrinum, að ávinningurinn af möguleikanum til aksturs fyrir rafmagni varð lítill sem enginn. 

Ástæðan er sú, að rafhlöður tengiltvinnbílanna eru yfirleitt mjög litlar vegna þess, að allur vélbúðanur bílsins er þungur af því hann er tvöfaldur, bensíndriflína og rafdriflína. Drægnin á rafaflinu einu er því afar takmörkuð í praxis, örfáir tugir kílómetra hjá mjög mörgum.

Örfáir tengiltvinnbílar hafa tæplega 19 kílóvattstunda rafhlöður svo sem Toyota RAV 4 og Suzuki Across systurbíll hans, en flestir hafa tengiltvinnbílarnir mun minni rafhlöður.  


mbl.is Rafbílar vinsælastir það sem af er ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Það er vissulega undarlegt að hybrid bílar og tengitvinn bílar séu flokkaðir sem rafbílar.

Varðandi hybrid bíla þá dugar sú orkuöflun sem næst við akstur niður brekkur ekki að gera þessa bíla jafn eyðslulitla og sambærilegir eldsneytis bílar. Ástæðan er einföld, það er komið auka þrep í orkunýtinguna. Fyrst er bensín notað til að framleiða rafmagn og það síðan látið knýja bílinn áfram.

Varðandi tengitvinn bíla þá er vélin yfirleitt of lítil til að knýja bílinn áfram áreynslulaust, er gert ráð fyrir að trafmagnið hjálpi þar til. Þegar rafmagn þrýtur verður bensíneyðslan mikil.

Samkvæmt eyðslutölum sem umboðin gefa fyrir hybrid bíla og þeim tölum sem hafa verið gefnar út af ýmsum prófunaraðilum þeirra, þá er ekki óalgengt að þeir séu að eyða um og yfir 7 l/100km. Sjálfur á ég sem "betri" bíl Land Rover Diskovery. Eyðsla þess bíls er töluvert minni, þó um nokkuð stóran "jeppling" sé að ræða.

Umboðin segja að tengitvinn bílar séu að eyða 1-2 l/100km. Þarna verður málið nokkuð snúnara. Auðvitað má aka þeim bílum eingöngu á rafmagni, ef ætið eru farnar stuttar leiðir og aðgengi að hleðslu gott. Varðandi langkeyrslu þá klárast rafmagnið fljótt og einungis ekið á kraftlitlum bensínmótor. Eyðslan við þær aðstæður er mikil, en það sem verra er að þegar brekka er frammundan þá fer hrollur um ökumanninn. Mun hann komast upp?

Rafbílar eru einungis þeir bílar sem eingöngu eru knúnir raforku. Annað er fals. Slíkir bílar munu taka yfir á næstu árum, enda þróun þar með ágætum, þó orkugeymslan sé enn nokkuð vandamál, sér í lagi fyrir fólk sem býr út á landi. Þá eru innviðir hér á landi fjarri því orðnir klárir fyrir þau skipti, en það mun auðvitað lagast. Annað er ekki í boði.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2022 kl. 07:47

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég er þeirrar skoðunar að rafbíllinn eigi enga framtíð fyrir sér.

Það er einungis á færi efri millistéttar að kaupa slíkan bíl
og þeirra sem vita ekki hvar helst er hægt að losna við peninga.

Fyrirsögnin segir síðan allt sem segja þarf en ef til vill í
öðru samhengi.

Hversu öryggir eru þessir bílar gagnvart heilsu manna og þá
sérstaklega þegar vitað er að ökuþórar jafnt sem farþegar eru
mitt í raf og segulsviði.

Lái mér hver sem vill þó mér verði hugsað til
spennustöðva í Austur - Þýzkalandi og tíðni krabbameins við
sem og í margra kílómetra fjarlægð frá þessum spennistöðvum.

Hvar eru rannsóknir þessu viðkomandi og hversu traustir eru þeir
sem þær hafa gert, - ef einhverjir eru?

Húsari. (IP-tala skráð) 3.10.2022 kl. 13:31

3 identicon

Tek, heils hugar, undir varúðarorð Húsara.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.10.2022 kl. 14:15

4 identicon

Miðað við lýsingun á því að nota rafmagnið aftur og aftur þá er komin eilífðarvél sem er náttúrulega stórkostlegt.

Kv.

Alli

Alfred Dan Thorarinsson (IP-tala skráð) 3.10.2022 kl. 16:15

5 identicon

Vetnið mun verða helsti orkumiðill framtíðarinnar.

Burt séð frá öllum gróðurhúsaáhrifum þá eru farartæki sem brenna olíu og bensíni orsök mengunar sem veldur veikindum og dauða óteljandi fjölda manns.

"Smog" er þurramistur, alþekkt fyrirbrigði í borgum og þéttbýli víða um heim. Það er kæfandi loft, blanda af eitruðum lofttegundum sem verða til fyrir áhrif sólar á útblástur frá bifreiðum.

Hér á landi er smog frekar sjaldgæft fyrirbrigði, þökk sé sólarleysi og vindi, en þó má stöku sinnum sjá gulan bakka við sjóndeildarhringinn í björtu og stilltu vetrarveðri, hann stafar af nituroxíði sem myndast vegna bílaumferðar.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.10.2022 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband