"Stúlkan með silkimjúku röddina"?

Þeir sem muna enn nokkuð vel eftir vinsælustu dægurlagasöngvurunum um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og voru þá um fermingaraldur muna enn vel eftir auglýsingaherferð í útvarpi þegar Erla Þorsteinsdóttir var kynnt til sögunnar sem "stúlkan með silkimjúku röddina." 

Þetta voru afar óvenjulegar auglýsingar á þeim tíma og notaðir til að auglýsa söng hennar á samkomustað við Elliðavatn. 

En minni manna getur verið fallvalt þegar langur tími líður og fróðlegt væri að vita nánar um hið rétta í þessu máli og sömuleiðis um það, að Freymóður Jóhannsson hafi verið aðalmaðurinn á bak við það koma Erlu á framfæri og þar með söng hennar á lögum 12. september.

Það sem gerir erfiðara að muna rétt þessi atriði er það nafn sem notað var síðar við gerð platna Erlu, "Stúlkan með lævirkjaröddina." 


mbl.is Andlát: Erla Þorsteinsdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki hvaðan þetta lævirkja nefni kemur

En stúlkuna með silkimjúku röddina

muna allir sem hlustuðu á gömlu gufuna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.10.2022 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband