A svæðinu þarna í kring komu jarðskjálftahrinur 2007-2009.

Síðsumars 2007 hófst jarðskjáltahrina við fjallið Upptyppinga suðaustur af Herðubreið, sem stóð með hléum næstu misserin, færðist smám saman í norður í átt til Herðubreiðartagla og síðar til austurs yfir Krepputungu þar sem er skammt er að fara til Álftadalsdyngju, sem er eldfjalladyngja frá ísaldartíma. Léttir v. Möðrudal. Herðubreið

Var rætt um það á þessu lokaskeiði, að það þyrftu ekki að vera svo slæm tíðindi ef þarna yrði dyngjugos, því að það yrði líklegast hægfara og langvinnt og því "túristagos".  

Herðubreið er talin eins goss eldfjall, myndað undir jökli líkt og Gjálp 1996, og voru lok gossins ofar jökli í gíg, sem síðan myndar topp þjóðarfjallsins, samanber þetta erindi í ljóðinu "Kóróna landsins":

 

Í ísaldarfrosti var fjallanna dís

fjötruð í jökulsins skalla, 

uns Herðubreið þrýsti sér upp gegnum ís, 

öskunni spjó og lét falla. 

Er frerinn var horfinn varð frægð hennar vís, 

svo frábær er sköpuninn snjalla. 

Dýrðleg á sléttunni draumfögur rís

drottning íslenskra fjalla. 

 

Að sjá slíka mynd

sindra í lind!

Og blómskrúðið bjart 

við brunahraun svart!  

 

Myndin hér að ofan er tekin í annarri af tveimur hringferðum á léttbifhjólinu Létti um landið á árunum 2016-17 og lá hin síðari um báða hringina í einum rykk, Þjóðveg eitt að viðbættum Vestfjarðahringnum.

 


mbl.is Sá stærsti frá upphafi mælinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband