Áhrif frá nálægðinni við Afríku?

Á undanförnum árum hefur mátt sjá sandstorma í Sahara teygja sína heitu arma nokkra daga í senn allt norður til Íslánds. 

Hefur þá verið heitt eyðimerkurmistur á Fróni. 

Nú í haust hefur verið langvarandi ástand með stanslausum hlýindum á meginlandi Evrópu, og hefur Ísland verið lengi réttu megin við norðurjaðar þess. 

Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að langvarandi þurrkar á Íberíuskaga séu afleiðingar af útþenslu hins þurra og heita Afríkulofts til norðurs, sem liggur á veðurortunum eldrautt mánuðum saman yfir meginlandinu og myndar varnarvegg gegn kalda bláa loftmassanum sem sækir frá pólsvæðinu, en strandar á hinum rauða varnarvegg.  


mbl.is Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband